Lík hermanna vanvirt 21. mars 2007 18:45 Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu. Ólgan í Sómalíu hefur farið stigvaxandi undanfarna þrjá mánuði eða allt frá því að sómalski stjórnarherinn, með aðstoð eþíópískra hersveita, flæmdi á brott hið svonefnda íslamska dómstólaráð sem lagt hafði undir sig stærstan hluta landsins. Uppreisnarmennirnir virðast hafa náð vopnum sínum á ný því árásir þeirra eru orðnar tíðari og markvissari. Nokkrir tugir manna liggja í valnum eftir átök liðinna vikna og talið er að 40.000 manns hafi flúið höfuðborgina Mogadishu. Í morgun náði svo ófriðurinn nýjum hæðum þegar hermenn réðust á bækistöðvar uppreisnarmanna í miðri höfuðborginni. Að minnsta kosti fimmtán féllu í bardögunum og 36 særðust. Óhugnanlegar myndir voru teknar af því þegar kveikt var í líkum tveggja hermanna og þau dregin um götur borgarinnar, illvirki sem minntu óneitanlega á þegar farið var með lík bandarískra hermanna á svipaðan hátt í borginni árið 1993. Átökin í dag koma í kjölfar sprengjuárása uppreisnarmanna í höfuðborginni í gær en fimm létu lífið í þeim. 1.200 friðargæsluliðar Afríkusambandsins sem eru í Mogadishu virðast fá lítið við ástandið ráðið og vandséð er hvernig hægt verður að halda friðarráðstefnu í borgini í næsta mánuði eins og stefnt er að. Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Fimmtán manns hafa látið í lífið í átökum uppreisnarmanna og sómalska stjórnarhersins í dag, þeim hörðustu frá því íslamistar voru hraktir frá völdum í lok síðasta árs. Kveikt var í líkum hermanna og þau dregin eftir götum höfuðborgarinnar, Mogadishu. Ólgan í Sómalíu hefur farið stigvaxandi undanfarna þrjá mánuði eða allt frá því að sómalski stjórnarherinn, með aðstoð eþíópískra hersveita, flæmdi á brott hið svonefnda íslamska dómstólaráð sem lagt hafði undir sig stærstan hluta landsins. Uppreisnarmennirnir virðast hafa náð vopnum sínum á ný því árásir þeirra eru orðnar tíðari og markvissari. Nokkrir tugir manna liggja í valnum eftir átök liðinna vikna og talið er að 40.000 manns hafi flúið höfuðborgina Mogadishu. Í morgun náði svo ófriðurinn nýjum hæðum þegar hermenn réðust á bækistöðvar uppreisnarmanna í miðri höfuðborginni. Að minnsta kosti fimmtán féllu í bardögunum og 36 særðust. Óhugnanlegar myndir voru teknar af því þegar kveikt var í líkum tveggja hermanna og þau dregin um götur borgarinnar, illvirki sem minntu óneitanlega á þegar farið var með lík bandarískra hermanna á svipaðan hátt í borginni árið 1993. Átökin í dag koma í kjölfar sprengjuárása uppreisnarmanna í höfuðborginni í gær en fimm létu lífið í þeim. 1.200 friðargæsluliðar Afríkusambandsins sem eru í Mogadishu virðast fá lítið við ástandið ráðið og vandséð er hvernig hægt verður að halda friðarráðstefnu í borgini í næsta mánuði eins og stefnt er að.
Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira