Bretar hafni stjórnarskrá ESB 29. mars 2007 18:45 Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Bretar taka ekki upp evruna og hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins nái íhaldsmenn völdum í næstu kosningum. Þetta segir William Hague, fyrrverandi leiðtogi breska Íhaldsflokksins og núverandi talsmaður hans í utanríkismálum. Hann er vongóður um sigur flokks síns í næstu kosningum. William Hague kom til landsins í gær og síðdegis átti hann fund með Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, í Þjóðmenningarhúsinu. Síðan snæddi hann kvöldverð með Geir H. Haarde, forsætisráðherra. Sem talsmaður Íhaldsmanna í utanríkismálum verður Hague utanríkisráðherra Breta vinni flokkur hans sigur í næstu kosningum eftir tvö eða þrjú ár. Af þeirri ástæðu heimsækir hann nú þau ríki sem Bretar eiga í mestum samskiptum við, þar á meðal Ísland. Hague segir kannanir gefa Íhaldsmönnum tilefni til meiri bjartsýni fyrir næstu kosningarnar eftir tvö til þrjú ár. David Cameron, nýr leiðtogi flokksins, hafi byrjað vel. Liðið í kringum hann sé gott og flokkurinn með forystu í flestum könnunum. Því eigi Íhaldsmenn góða möguleika í næstu kosningum. Margt sé þó óunnið. Hague segir mikið keppnisskap í breskum stjórnmálamönnum. Næst geti hvor stóru flokkanna sem er unnið en það sé ólíkt síðustu þremur kosningum þar sem legið hafi nokkurn vegin fyrir að Verkamannaflokkurinn fengi meirihluta á þingi. Hague segir að í utanríkismálum leggi flokkurinn áherslu á að styrkja samskiptin við Bandaríkjamenn, en þó þannig að Bretar verði þeim ekki undirgefnir. Mikilvægt verði einnig að bæta samskipti við múslimaríki, til dæmis við Persaflóa og í Norður-Afríku. Einnig þurfi að gera endurbætur á ýmsum alþjóðastofnunum, þar á meðal öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þegar kemur að Evrópumálum hafa Íhaldsmenn ákveðnar skoðanir. Hague segir það skoðun Íhalsmanna að ESB eigi að einbeita sér að því að þróa raunverulegan sameigilegan markað, tryggja frjáls viðskipti önnur Evrópulönd og lönd utan álfunnar. Taka eigi á loftslagsmálum og fátækt í heiminum. Ekki eigi að stefna að því að gera ESB að miðstýrði pólitískri einingu. Ekki eigi að samþykkja stjórnarskrá ESB og ekki eigi að taka upp Evruna. Hague vildi ekki tjá sig um það hvort hann teldi rétt fyrir Íslendinga að sækja um aðild að sambandinu. Það væri þjóðarinnar að ákveða. Hann sagði þó breska Íhaldsmenn hlynnta stækkun ESB.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira