1. maí fagnað víða um heim Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 18:45 Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag. Kastró hefur verið heilsuveill frá í fyrra og látið Raúl bróður sinn um að stjórna landinu meðan hann jafnar sig. Óvíst var hvort forsetinn aldni myndi láta sjá sig við hátíðarhöldin í dag. Raunin varð sú að hann hélt sig til hlés, en fagnaðarlætin voru engu minni þó Fídel væri fjarri. Forsetan var óskað góðum bata og sögðu vegfarendur að hann væri í hjarta þeirra við hátíðarhöldin í miðborginni. Róstusamt var í kínversku borginni Makká í dag. Um þúsund mótmælendur kröfuðst þessa að tekið yrði á spillinu í spilavítisborginni, sem oft er kölluð Las Vegas Asíu. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en fjölmargir mótmælendur voru leiddir á brott í járnum. Mörghundruð rússneskir þjóðernissinnar tóku þátt í kröfugöngum í Moskvu í dag. Vígorð þeirra var "Rússland fyrir Rússa". Annar hópur gekk aftur á bak í kröfugöngu sinni til marks um það sem þeir segja afturhvarf Rússlands til alræðisstefnu. Hópurinn sem stóð að þeirri göngu hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega. Gleðin var allráðandi þar sem fyrsta maí var fagnað í Afríkuríkinu Senegal. Lokkandi tónar hljómuðu og ekki annað hægt en að dansa í takt við tónlistina. Þessum alþjóðlega degi verkamanna var einnig fagnað í Katmandú í Nepal í dag. Mörg þúsund fyrrverandi uppreisnarmenn kommúnista komu saman í höfuðborginni. Þar var áberandi sú krafa uppreisnarmanna um að konungsveldið verði aflagt. Prachanda, leiðtogi Maóista, sagði þá reiðubúna til að deyja fyrir málstaðinn og hætta að bugta sig og beygja. Maóistar uppfylli skyldur sínar við almenning og ekki sé hægt að miðla málum í þessum efnum. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag. Kastró hefur verið heilsuveill frá í fyrra og látið Raúl bróður sinn um að stjórna landinu meðan hann jafnar sig. Óvíst var hvort forsetinn aldni myndi láta sjá sig við hátíðarhöldin í dag. Raunin varð sú að hann hélt sig til hlés, en fagnaðarlætin voru engu minni þó Fídel væri fjarri. Forsetan var óskað góðum bata og sögðu vegfarendur að hann væri í hjarta þeirra við hátíðarhöldin í miðborginni. Róstusamt var í kínversku borginni Makká í dag. Um þúsund mótmælendur kröfuðst þessa að tekið yrði á spillinu í spilavítisborginni, sem oft er kölluð Las Vegas Asíu. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en fjölmargir mótmælendur voru leiddir á brott í járnum. Mörghundruð rússneskir þjóðernissinnar tóku þátt í kröfugöngum í Moskvu í dag. Vígorð þeirra var "Rússland fyrir Rússa". Annar hópur gekk aftur á bak í kröfugöngu sinni til marks um það sem þeir segja afturhvarf Rússlands til alræðisstefnu. Hópurinn sem stóð að þeirri göngu hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega. Gleðin var allráðandi þar sem fyrsta maí var fagnað í Afríkuríkinu Senegal. Lokkandi tónar hljómuðu og ekki annað hægt en að dansa í takt við tónlistina. Þessum alþjóðlega degi verkamanna var einnig fagnað í Katmandú í Nepal í dag. Mörg þúsund fyrrverandi uppreisnarmenn kommúnista komu saman í höfuðborginni. Þar var áberandi sú krafa uppreisnarmanna um að konungsveldið verði aflagt. Prachanda, leiðtogi Maóista, sagði þá reiðubúna til að deyja fyrir málstaðinn og hætta að bugta sig og beygja. Maóistar uppfylli skyldur sínar við almenning og ekki sé hægt að miðla málum í þessum efnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira