Dýr mundu jakkafötin öll Jónas Haraldsson skrifar 2. maí 2007 09:10 Þessi Hickey Freeman jakkaföt kosta einmitt 1.495 dollara, eða um 96 þúsund íslenskar krónur. MYND/Vísir Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra. Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert vopnahléssamkomulag liggur fyrir Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra.
Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert vopnahléssamkomulag liggur fyrir Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira