Alonso á ráspól í Mónakó 26. maí 2007 14:21 Fernando Alonso fagnar ráspólnum í dag NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök. Þetta var í fyrsta skipti á tímabilinu sem McLaren-menn ná tveimur bestu tímunum í tímatökum og fyrsti ráspóll heimsmeistarans síðan í Kína í október í fyrra. Lengst af leit útfyrir að Hamilton næði sínum fyrsta ráspól á ferlinum í dag, en hann festist fyrir aftan Mark Webber hjá Red Bull í tímatökunum og félagi hans Alonso nýtti sér það og náði hraðasta hring í blálokin. Massa hjá Ferrari hafði verið á ráspól í þremur keppnum í röð. Formúla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök. Þetta var í fyrsta skipti á tímabilinu sem McLaren-menn ná tveimur bestu tímunum í tímatökum og fyrsti ráspóll heimsmeistarans síðan í Kína í október í fyrra. Lengst af leit útfyrir að Hamilton næði sínum fyrsta ráspól á ferlinum í dag, en hann festist fyrir aftan Mark Webber hjá Red Bull í tímatökunum og félagi hans Alonso nýtti sér það og náði hraðasta hring í blálokin. Massa hjá Ferrari hafði verið á ráspól í þremur keppnum í röð.
Formúla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira