Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld 23. júní 2007 18:56 Sevilla er talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum í kvöld NordicPhotos/GettyImages Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann. Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. Sevilla er fyrirfram talið sigurstranglegra í úrslitaleiknum, en þó er Getafe sýnd veiði en ekki gefin eins og komið hefur á daginn í keppninni. Getafe sló þannig út bæði Valencia og Osasuna - og setti á svið einn dramatískasta leik í sögu keppninnar með 4-0 sigri á Barcelona í síðari leik liðanna á heimavelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum 5-2 í Katalóníu. Sevilla hefur þrisvar unnið sigur í Konungsbikarnum en sá síðasti kom fyrir 60 árum síðan. Sevilla hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni í ár sem er besti árangur liðsins í deildinni síðan árið 1970. Smálið Getafe hefur hinsvegar aldrei unnið titil í sögu félagsins og er að leika til úrslita um bikar í fyrsta sinn í kvöld. Liðið endaði í níunda sæti í spænsku deildinni annað árið í röð en átti frábæran árangur á heimavelli þar sem það tapaði ekki leik gegn sex efstu liðunum í deildinni í allan vetur. "Ég hef áhyggjur af andrúmsloftinu í kring um félagið í augnablikinu og menn verða að vera með rétta hugarfarið þegar þeir spila úrslitaleik. Það er eins og allir séu að undirbúa sig fyrir fagnaðarlæti í Madrid um helgina og enginn virðist hafa svo mikið sem hugsað til þess að við getum tapað þessum leik. Getafe er mjög hungrað í að vinna sinn fyrsta titil í sögu félagsins og verður því erfið hindrun. Liðið er með frábæran árangur gegn stórliðum í vetur og nýtir sér alltaf styrk sinn gegn hvaða andstæðingi sem er," sagði Juande Ramos, þjálfari Sevilla. Bernd Schuster, þjálfari Getafe, hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid á næstu leiktíð og því gæti þetta orðið síðasti leikur hans með liðið. Miðvörðurinn David Belenguer er klár í slaginn og hefur sent Sevilla skilaboð fyrir úrslitaleikinn. "Allir sem vita eitthvað um fótbolta vita að Getafe mun ekki leggjast í jörðina og gráta," sagði hann.
Spænski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira