Live Earth í dag Guðjón Helgason skrifar 7. júlí 2007 12:36 Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt. Tónleikarnir hófust í Sydney í Ástralíu tíu mínútur yfir miðnætti að íslenskum tíma. Síðan var tekið við keflinu í Tokyo í Japan þremur tímum síðar. Tónlistarmenn í Jóhannesarborg í Suður Afríku hófu að þenjan raddböndin klukkan tíu að íslenskum tíma og listamenn í Sjanhæ í Kína hálftíma síðar. Tónleikar hófust í Hamborg í Þýskalandi í hádeginu og klukkan hálf eitt var byrjað á Wembley leikvanginum í Lundúnum. Sungið verður í Washington frá klukkan hálf fjögur og í New Jersey verður einnig leikið upp úr klukkan hálf átta. Lokatónleikarnir verður svo í Ríó í Brasilíu frá klukkan átta. Meðal skemmtikrafta á tónleikunum í dag eru Madonna, hljómsveitin Red Hot Chili Pepers, The Police með Sting í fararbroddi, Metallica og sveitasöngvarinn Garth Brooks, svo einhverjir séu nefndir. Það er Al Gore, fyrrverandi vara-forseti Bandaríkjanna, sem hefur skipulagt viðburðina og verður viðstaddur í nokkrum borganna. Í Sydney í nótt kom hann fram á risaskjá í gegnum gervihnött. Hann sagði miklu skipta að vekja athygli á þeirri vá sem steðjaði að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Hann sagði rödd hvers og eins jarðarbúa skipta máli í því efni. Framtak Gores hefur þó ekki farið gagnrýnilaust af stað. Þeir sem andmæla því segja það hræsni að senda skemmtikrafta milli landa í flugi þegar skilaboðin séu að draga skuli úr mengandi útblæstri hvers konar. Erlent Fréttir Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Þekktir tónlistarmenn rokka víða um heim í dag og vilja með tónlist sinni vekja athygli á loftslagsmálum. Tónleikar þar sem hver stórstjarnan kemur fram á fætur annarri eru haldnir í níu borgum í öllum álfum heims og voru það Ástralir og Kínverjar sem hófu leikinn í nótt. Tónleikarnir hófust í Sydney í Ástralíu tíu mínútur yfir miðnætti að íslenskum tíma. Síðan var tekið við keflinu í Tokyo í Japan þremur tímum síðar. Tónlistarmenn í Jóhannesarborg í Suður Afríku hófu að þenjan raddböndin klukkan tíu að íslenskum tíma og listamenn í Sjanhæ í Kína hálftíma síðar. Tónleikar hófust í Hamborg í Þýskalandi í hádeginu og klukkan hálf eitt var byrjað á Wembley leikvanginum í Lundúnum. Sungið verður í Washington frá klukkan hálf fjögur og í New Jersey verður einnig leikið upp úr klukkan hálf átta. Lokatónleikarnir verður svo í Ríó í Brasilíu frá klukkan átta. Meðal skemmtikrafta á tónleikunum í dag eru Madonna, hljómsveitin Red Hot Chili Pepers, The Police með Sting í fararbroddi, Metallica og sveitasöngvarinn Garth Brooks, svo einhverjir séu nefndir. Það er Al Gore, fyrrverandi vara-forseti Bandaríkjanna, sem hefur skipulagt viðburðina og verður viðstaddur í nokkrum borganna. Í Sydney í nótt kom hann fram á risaskjá í gegnum gervihnött. Hann sagði miklu skipta að vekja athygli á þeirri vá sem steðjaði að heiminum vegna loftslagsbreytinga. Hann sagði rödd hvers og eins jarðarbúa skipta máli í því efni. Framtak Gores hefur þó ekki farið gagnrýnilaust af stað. Þeir sem andmæla því segja það hræsni að senda skemmtikrafta milli landa í flugi þegar skilaboðin séu að draga skuli úr mengandi útblæstri hvers konar.
Erlent Fréttir Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira