Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:39 Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum. Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum.
Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira