Veigar Páll: Hundfúll vegna ummæla þjálfarans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2007 16:00 Veigar Páll Gunnarsson er ósáttur við ummæli þjálfara síns í gær. Mynd/Scanpix Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson strunsaði ekki frá heimavelli Stabæk eftir að honum var skipt út af í gær og er í raun veikur í dag. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr því að Veigari Páli var skipt út af í tapleik Stabæk fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni í gær. Þeir segja að Veigar hafi strunsað beint heim og svo ekki mætt á æfingu í dag. „Þetta er ekki eins alvarlegt eins og þetta sýnist vera," sagði Veigar Páll við Vísi í dag. „Ég átti mjög lélegan leik í gær og fer ekkert í felur með það. En allt liðið átti líka lélegan dag. Ég var svo tekinn út af og hef síðan lesið að ég hefði strunsað heim. Það var ekki þannig. Ég fór inn í klefa og róaði mig aðeins niður eftir lélega frammistöðu. Svo fór ég í sturtu, klæddi mig og í stað þess að fara aftur út á völlinn horfði ég á leikinn í sjónvarpi undir stúkunni. Eftir það fór ég heim og var ekkert óeðlilegt við það." Veigar mætti svo ekki á æfingu í dag og hafa norskir fjölmiðlar fjallað um það í dag. „Ég er svo sem ekkert fárveikur en ég er slappur. Þess vegna er ég heima og hefur ekkert að gera með leikinn í gær." Hann er hins vegar mjög ósáttur við þau ummæli sem Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, lét falla eftir leikinn í gær. „Það hefur verið mjög gott á milli okkar síðan hann kom til félagsins. En svo segir hann að hann sé orðinn þreyttur á lélegu viðhorfi mínu og líður mér eins og hann sé að kenna mér um tapið. Það finnst mér illa sagt af honum og kemur mér leiðinlega á óvart að hann segi slíkt. Ég er hundfúll vegna þessara ummæla." Veigar segir að miðað við sína frammistöðu með liðinu undanfarin þrjú ár eigi hann betra skilið. „Nú þegar ég á einn leik þar sem bókstaflega ekkert gengur upp fær maður að heyra þetta. Ég hef oft átt slaka leiki en þetta var í raun eini alslæmi leikur minn með félaginu undanfarin þrjú ár. Svo fannst mér ég ekkert verri en restin af liðinu." Hann lætur þetta þó ekki á sig fá og ætlar að mæta galvaskur á næstu æfingu Stabæk. „Ég mæti eins og að ekkert hafi í skorist. Ef hann vill ræða þetta mál við mig getur hann gert það."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sjá meira