Celtic bíður milli vonar og ótta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 09:29 Bera þurfti Dida af velli í gær. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira