Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Íslenska landsliðið hefur staðið í ströngu í ár og meðal annars spilað í lokakeppni EM í Sviss. Liðið fær hins vegar ekki að nýta komandi landsleikjaglugga, vegna kostnaðar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs. Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Eysteinn. Stelpurnar okkar verða í riðli með heimsmeisturum Spánar, Evrópumeisturum Englands og Úkraínu, í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þessar þrjár þjóðir munu nýta næsta landsleikjaglugga á dagatali FIFA, frá 24. nóvember til 2. desember, þegar hvert landslið má spila tvo leiki. Ísland missir hins vegar af tækifæri til mikilvægs undirbúnings og ástæðan er peningar. Kostnaður á bilinu 25-30 milljónir Samkvæmt upplýsingum Vísis höfðu Belgar, sem eru með Elísabetu Gunnarsdóttur sem landsliðsþjálfara, til að mynda áhuga á að mæta Íslandi í þessum glugga en ekkert varð af því. „Það þarf að eiga fyrir hlutunum. Svona verkefni kostar alltaf á bilinu 25-30 milljónir, þegar farið er í tvo leiki. Flug og hótel. Það er ástæðan fyrir því að í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir verkefni í þessum glugga, ekki frekar en hjá A-landsliði karla í janúar síðastliðnum,“ segir Eysteinn. „Við glímum við það sama með yngri landsliðin. Það er allt að hækka í verði og einhvers staðar bitnar þetta. Við erum alltaf að leita leiða en KSÍ er ekkert nema félögin í landinu og ber að sýna ábyrgan rekstur,“ segir Eysteinn. „Allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki“ Hefur sambandið fundið fyrir mikilli óánægju hjá leikmönnum og þjálfurum vegna þessa? „Ég held að það séu allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki. Við spilum líka færri leiki í yngri landsliðum en þjóðirnar í kringum okkur og þarna spilar auðvitað inn í að við þurfum alltaf að fljúga. Það þyrfti auðvitað að auka framlög í þessa sjóði sem sérsamböndin geta sótt fjármagn í,“ segir Eysteinn. KSÍ fékk fyrr á þessu ári styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í fyrsta sinn frá árinu 2017, þó aðeins upp á 24,6 milljónir, eftir langa baráttu þar sem KSÍ fékk meðal annars lögmann til að kanna rétt sambandsins, eftir að umsóknum sambandsins hafði ítrekað verið hafnað. Sú upphæð breytti þó ekki áætlunum varðandi komandi landsleikjaglugga. Staðan er því sú að Spánn spilar tvo leiki við Þýskaland til úrslita í Þjóðadeildinni um mánaðamótin, England spilar vináttuleiki við Kína og Gana, og Úkraína, sem ekki getur leikið á heimavelli vegna stríðsástandsins, er í leit að andstæðingum samkvæmt heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins. Á meðan fá stelpurnar okkar enga leiki áður en kemur að erfiðum rimmum við þessar þjóðir í undankeppninni sem hefst í mars, þegar Ísland freistar þess að komast á HM kvenna í fyrsta sinn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Eysteinn. Stelpurnar okkar verða í riðli með heimsmeisturum Spánar, Evrópumeisturum Englands og Úkraínu, í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þessar þrjár þjóðir munu nýta næsta landsleikjaglugga á dagatali FIFA, frá 24. nóvember til 2. desember, þegar hvert landslið má spila tvo leiki. Ísland missir hins vegar af tækifæri til mikilvægs undirbúnings og ástæðan er peningar. Kostnaður á bilinu 25-30 milljónir Samkvæmt upplýsingum Vísis höfðu Belgar, sem eru með Elísabetu Gunnarsdóttur sem landsliðsþjálfara, til að mynda áhuga á að mæta Íslandi í þessum glugga en ekkert varð af því. „Það þarf að eiga fyrir hlutunum. Svona verkefni kostar alltaf á bilinu 25-30 milljónir, þegar farið er í tvo leiki. Flug og hótel. Það er ástæðan fyrir því að í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir verkefni í þessum glugga, ekki frekar en hjá A-landsliði karla í janúar síðastliðnum,“ segir Eysteinn. „Við glímum við það sama með yngri landsliðin. Það er allt að hækka í verði og einhvers staðar bitnar þetta. Við erum alltaf að leita leiða en KSÍ er ekkert nema félögin í landinu og ber að sýna ábyrgan rekstur,“ segir Eysteinn. „Allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki“ Hefur sambandið fundið fyrir mikilli óánægju hjá leikmönnum og þjálfurum vegna þessa? „Ég held að það séu allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki. Við spilum líka færri leiki í yngri landsliðum en þjóðirnar í kringum okkur og þarna spilar auðvitað inn í að við þurfum alltaf að fljúga. Það þyrfti auðvitað að auka framlög í þessa sjóði sem sérsamböndin geta sótt fjármagn í,“ segir Eysteinn. KSÍ fékk fyrr á þessu ári styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í fyrsta sinn frá árinu 2017, þó aðeins upp á 24,6 milljónir, eftir langa baráttu þar sem KSÍ fékk meðal annars lögmann til að kanna rétt sambandsins, eftir að umsóknum sambandsins hafði ítrekað verið hafnað. Sú upphæð breytti þó ekki áætlunum varðandi komandi landsleikjaglugga. Staðan er því sú að Spánn spilar tvo leiki við Þýskaland til úrslita í Þjóðadeildinni um mánaðamótin, England spilar vináttuleiki við Kína og Gana, og Úkraína, sem ekki getur leikið á heimavelli vegna stríðsástandsins, er í leit að andstæðingum samkvæmt heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins. Á meðan fá stelpurnar okkar enga leiki áður en kemur að erfiðum rimmum við þessar þjóðir í undankeppninni sem hefst í mars, þegar Ísland freistar þess að komast á HM kvenna í fyrsta sinn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira