Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Ís­land fær eitt lakara lið í sinn riðil

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn á þriðjudag, í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Ísland verður í þriðja flokki í A-deild.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eitt­hvað sem ég mun aldrei gleyma“

Efnilegasti leikmaður Bestu-deildar kvenna árið 2025, Thelma Karen Pálmadóttir, sinn fyrsta landsleik þegar hún kom inn á fyrir Sveindís Jane Jónsdóttur gegn Norður-Írum nú í kvöld. Thelma mætti himin lifandi til viðtals strax að leik loknum og sagði tilfinninguna vera frábæra.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Þrjár heitastar í frostinu

Leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gekk afar vel að fóta sig í frostinu á upphituðu gervigrasinu á Þróttarvelli í kvöld, í sigrinum á Norður-Írum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Þor­steinn breytir engu á milli leikja

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, teflir fram nákvæmlega sama byrjunarliði í dag og í fyrri leiknum á móti Norður-Írlandi í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fluttu fréttir af snjónum í Reykja­vík

Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikið á Þróttara­velli á mið­viku­dag

Ákveðið hefur verið að leikur A landsliðs kvenna við Norður-Írland, sem fara átti fram á Laugardalsvelli í dag, þriðjudag, verði leikinn á Þróttarvelli í Laugardal á morgun, miðvikudag kl. 17:00. Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands á vefsíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Landsliðskonur að­stoðuðu öku­menn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“

Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Stöðufundur í Laugar­dal klukkan 10:30

Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Öllu búin skildi snjóspáin raun­gerast

Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil­vægt fyrir hópinn að fá þessa sigur­til­finningu“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi á morgun í seinni umspilsleik liðanna um sæti í A-deild í næstu Þjóðadeild. Sandra María Jessen og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru í góðum málum eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar stolt eftir tapið gegn Ís­landi

Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn.

Fótbolti