Alonso: Þarf eitthvað dramatískt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2007 08:14 Kimi Raikkönen baðaði sig í kampavíni á verðlaunapallinum eftir keppnina í Kína. Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. Eitt mót er eftir en félagi Alonso hjá McLaren, Lewis Hamilton, er enn með fjögurra stiga forskot á hann. Hamilton féll úr leik í Kína í morgun. „Það þarf eitthvað dramatískt til," sagði Alonso. „Það verður gríðarlega erfitt fyrir mig að vinna upp fjögurra stiga forskot í einni keppni. Það er ómögulegt í hefðbundinni keppni." Kimi Raikkönen sigraði í keppninni í morgun og innbyrti þar með 200. sigur Ferrari-liðsins í Formúlunni. „Þetta verður athyglisvert," sagði Raikkönen um lokakeppnina. „Ferrari-bíllinn var sterkur í Brasilíu í fyrra og verður það vonandi aftur. En við sáum í dag að allt getur gerst og því eigum við enn möguleika á titlinum." Í fyrsta sinn síðan 1986 eiga þrír ökumenn enn möguleika á meistaratitlinum þegar einni keppni er ólokið. Sjö stig skilja af efstu þrjá menn, þá Hamilton, Alonso og Raikkönen. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso sagði eftir keppnina í Kína í morgun að eitthvað mikið þyrfti til að hann yrði meistari. Eitt mót er eftir en félagi Alonso hjá McLaren, Lewis Hamilton, er enn með fjögurra stiga forskot á hann. Hamilton féll úr leik í Kína í morgun. „Það þarf eitthvað dramatískt til," sagði Alonso. „Það verður gríðarlega erfitt fyrir mig að vinna upp fjögurra stiga forskot í einni keppni. Það er ómögulegt í hefðbundinni keppni." Kimi Raikkönen sigraði í keppninni í morgun og innbyrti þar með 200. sigur Ferrari-liðsins í Formúlunni. „Þetta verður athyglisvert," sagði Raikkönen um lokakeppnina. „Ferrari-bíllinn var sterkur í Brasilíu í fyrra og verður það vonandi aftur. En við sáum í dag að allt getur gerst og því eigum við enn möguleika á titlinum." Í fyrsta sinn síðan 1986 eiga þrír ökumenn enn möguleika á meistaratitlinum þegar einni keppni er ólokið. Sjö stig skilja af efstu þrjá menn, þá Hamilton, Alonso og Raikkönen.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira