Margrét Lára: Svekktar en sáttar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2007 20:31 Margrét Lára í leik gegn færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í leik liðanna í sumar. Mynd/Matthías Ægisson Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Vals í 3-1 tapi liðsins fyrir Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. Margrét Lára kom Val yfir seint í fyrri hálfleik en þær þýsku skoruðu sín mörk þrjú á síðustu tíu mínútum leiksins. Frankfurt er eitt besta félagslið heims og hefur að geyma margar af bestu knattspyrnukonum Þýskalands, núverandi heims- og Evrópumeistara. „Þetta var mjög fínn leikur að mörgu leyti. Við vorum auðvitað mjög svekktar yfir úrslitunum eftir að við náðum að halda forystunni svona lengi í leiknum. Annað markið sem við fengum á okkur var klaufalegt en það þriðja kom eftir að við reyndum að sækja jafnteflið." Hún segir að það hafi vissulega verið sætt að komast yfir í leiknum. „Þær eru auðvitað með frábært lið en það má samt ekki gleyma því að þær eru bara ellefu knattspyrnukonur alveg eins og við. Engu að síður var það mikil upplifun að spila gegn þessu liði og rosalega gaman." Í kvöld mættust hin tvö liðin í riðlinum, heimaliðið Wezemaal frá Belgíu og Everton. Belgíska liðið vann leikinn, 2-1. Að því gefnu að Frankfurt vinni sína leiki í riðlinum má ætla að leikur Vals og Wezemaal á laugardaginn verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. „Stefnan er sett á sigur en annars eru báðir þessir leikir úrslitaleikir fyrir okkur. Við ætlum okkur að komast áfram og þurfum að vinna þessa leiki til þess." Hún segir að stemningin í Valsliðinu sé góð þrátt fyrir tapið í kvöld. „Við vitum að við stóðum okkur rosalega vel. Við erum svekktar en um leið sáttar." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14 Elísabet: Langar helst til að gráta Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:25 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Vals í 3-1 tapi liðsins fyrir Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. Margrét Lára kom Val yfir seint í fyrri hálfleik en þær þýsku skoruðu sín mörk þrjú á síðustu tíu mínútum leiksins. Frankfurt er eitt besta félagslið heims og hefur að geyma margar af bestu knattspyrnukonum Þýskalands, núverandi heims- og Evrópumeistara. „Þetta var mjög fínn leikur að mörgu leyti. Við vorum auðvitað mjög svekktar yfir úrslitunum eftir að við náðum að halda forystunni svona lengi í leiknum. Annað markið sem við fengum á okkur var klaufalegt en það þriðja kom eftir að við reyndum að sækja jafnteflið." Hún segir að það hafi vissulega verið sætt að komast yfir í leiknum. „Þær eru auðvitað með frábært lið en það má samt ekki gleyma því að þær eru bara ellefu knattspyrnukonur alveg eins og við. Engu að síður var það mikil upplifun að spila gegn þessu liði og rosalega gaman." Í kvöld mættust hin tvö liðin í riðlinum, heimaliðið Wezemaal frá Belgíu og Everton. Belgíska liðið vann leikinn, 2-1. Að því gefnu að Frankfurt vinni sína leiki í riðlinum má ætla að leikur Vals og Wezemaal á laugardaginn verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. „Stefnan er sett á sigur en annars eru báðir þessir leikir úrslitaleikir fyrir okkur. Við ætlum okkur að komast áfram og þurfum að vinna þessa leiki til þess." Hún segir að stemningin í Valsliðinu sé góð þrátt fyrir tapið í kvöld. „Við vitum að við stóðum okkur rosalega vel. Við erum svekktar en um leið sáttar."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14 Elísabet: Langar helst til að gráta Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:25 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14
Elísabet: Langar helst til að gráta Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:25