Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. október 2007 10:39 MYND/Getty Images Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun. Vísindi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun.
Vísindi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira