Geir: Árangurinn er ástæðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2007 18:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ástæðan fyrir því að Eyjólfur Sverrisson hætti nú sem landsliðsþjálfari sé fyrst og fremst árangur liðsins undir hans stjórn. Stjórn KSÍ ákvað í dag að endurnýja ekki samning Eyjólfs sem rennur út á miðvikudaginn kemur. Geir hefur hins vegar alltaf sagt að Eyjólfur klári núverandi undankeppni sem lýkur ekki fyrr en 21. nóvember næstkomandi. „Ég veit að ég talaði um að hann myndi klára keppnina," sagði Geir við Vísi. „En þegar til kom var bara um tvo kosti að ræða. Annað hvort að hann hætti núna eða fengi samning út næstu keppni. Það var ekki vilji til þess og var einhugur innan stjórnar KSÍ um þessa ákvörðun." Vísir greindi frá því í gær að Eyjólfur hafi fyrir landsleik Íslands og Lettlands 12. október síðastliðinn beðið Eið Smára Guðjohnsen um að afsala sér stöðu fyrirliða og tilkynna þá ákvörðun sjálfur. Á það féllst Eiður ekki enda fannst honum að slík ákvörðun þyrfti að koma frá landsliðsþjálfaranum sjálfum. Eiður var svo fyrirliði gegn Lettum og svo aftur gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar, sem var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs. „Ég held að við getum ekki velt fyrir okkur einkasamtölum þjálfara og leikmanna og hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir hafa rætt um," sagði Geir. „Það er fyrst og fremst árangur landsliðsins inn á vellinum sem telur. Samstarf okkar við Eyjólf hefur verið gott en það er árangurinn sem telur. Við hefðum viljað fá fleiri stig í þessari undankeppni." Stjórn KSÍ hefur nú falið formanninum að ganga til viðræðna við nýjan þjálfara. „Þetta var bara að gerast í dag og ég veit ekki hvað næsta skref verður. Það verður bara að koma í ljós." Geir sagðist aðspurður ekkert geta sagt til um hvort að starf landsliðsþjálfara verði auglýst eða þá hvort að leitað verði að íslenskum eða erlendum þjálfara. Hann tók þó skýrt fram að Eyjólfur bæri ekki einn ábyrgð á gengi landsliðsins. „Það eru alls ekki þau skilaboð sem eiga að lesast úr þessu. Það er ekki verið að fría ábyrgð leikmannnana á árangrinum. En það er ólíkt með félagsliðum og landsliðum í þessum efnum, það er ekki hægt að skipta um leikmenn svo auðveldlega." Ísland hefur fengið átta stig í núverandi undankeppni og er með sjöundu verstu vörn allra þjóða sem taka þátt í undankeppni EM 2008. Undir stjórn Eyjólfs vann liðið Norður-Íra tvívegis og gerði jafntefli við Spánverja og Liechtenstein á heimavelli. Aðrir leikir hafa tapast en enn á eftir að leika gegn Dönum á útivelli. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36 Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01 Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ástæðan fyrir því að Eyjólfur Sverrisson hætti nú sem landsliðsþjálfari sé fyrst og fremst árangur liðsins undir hans stjórn. Stjórn KSÍ ákvað í dag að endurnýja ekki samning Eyjólfs sem rennur út á miðvikudaginn kemur. Geir hefur hins vegar alltaf sagt að Eyjólfur klári núverandi undankeppni sem lýkur ekki fyrr en 21. nóvember næstkomandi. „Ég veit að ég talaði um að hann myndi klára keppnina," sagði Geir við Vísi. „En þegar til kom var bara um tvo kosti að ræða. Annað hvort að hann hætti núna eða fengi samning út næstu keppni. Það var ekki vilji til þess og var einhugur innan stjórnar KSÍ um þessa ákvörðun." Vísir greindi frá því í gær að Eyjólfur hafi fyrir landsleik Íslands og Lettlands 12. október síðastliðinn beðið Eið Smára Guðjohnsen um að afsala sér stöðu fyrirliða og tilkynna þá ákvörðun sjálfur. Á það féllst Eiður ekki enda fannst honum að slík ákvörðun þyrfti að koma frá landsliðsþjálfaranum sjálfum. Eiður var svo fyrirliði gegn Lettum og svo aftur gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar, sem var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs. „Ég held að við getum ekki velt fyrir okkur einkasamtölum þjálfara og leikmanna og hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir hafa rætt um," sagði Geir. „Það er fyrst og fremst árangur landsliðsins inn á vellinum sem telur. Samstarf okkar við Eyjólf hefur verið gott en það er árangurinn sem telur. Við hefðum viljað fá fleiri stig í þessari undankeppni." Stjórn KSÍ hefur nú falið formanninum að ganga til viðræðna við nýjan þjálfara. „Þetta var bara að gerast í dag og ég veit ekki hvað næsta skref verður. Það verður bara að koma í ljós." Geir sagðist aðspurður ekkert geta sagt til um hvort að starf landsliðsþjálfara verði auglýst eða þá hvort að leitað verði að íslenskum eða erlendum þjálfara. Hann tók þó skýrt fram að Eyjólfur bæri ekki einn ábyrgð á gengi landsliðsins. „Það eru alls ekki þau skilaboð sem eiga að lesast úr þessu. Það er ekki verið að fría ábyrgð leikmannnana á árangrinum. En það er ólíkt með félagsliðum og landsliðum í þessum efnum, það er ekki hægt að skipta um leikmenn svo auðveldlega." Ísland hefur fengið átta stig í núverandi undankeppni og er með sjöundu verstu vörn allra þjóða sem taka þátt í undankeppni EM 2008. Undir stjórn Eyjólfs vann liðið Norður-Íra tvívegis og gerði jafntefli við Spánverja og Liechtenstein á heimavelli. Aðrir leikir hafa tapast en enn á eftir að leika gegn Dönum á útivelli.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36 Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01 Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36
Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01
Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48