Geir: Ekki mistök að ráða Eyjólf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2007 15:50 Geir Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson á blaðamannafundinum í dag. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf." Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Geir Þorsteinsson sagði á blaðamannafundi KSÍ að það hafi ekki verið mistök að ráða Eyjólf Sverrisson í starf landsliðsþjálfara. „Að mínu viti var það ekki. Eyjólfur hefur kosti sem Ólafur hefur ekki. Það eru bara engir tveir eins. Ég get nefnt fullt af þjálfurum sem hafa ólíkan bakgrunn en það er ekki til nein uppskrift af hinum eina sanna þjálfara. En vissulega hefði verið betra fyrir Eyjólf að hafa meiri reynslu." Hann segir að það hafi komið til greina að ráða erlendan þjálfara en Ólafur var þó fyrsti og eini maðurinn sem hann ræddi við vegna starfsins. „Við erum undir tímapressu núna. Eftir að hafa hugsað málið fannst mér best að bjóða þjálfara starfið til frambúðar nú en ekki finna mann til að stýra liðinu í þessum eina leik," sagði Geir og átti þar við leikinn gegn Dönum í næsta mánuði. Hann er sá síðasti í undankeppni EM 2008 og næsta undankeppni hefst næsta haust. „Við töldum þetta vera besta kostinn." „Ég er ánægður með að fá Ólaf til starfa. Við erum metnaðarfullt samband og höfum lengi staðið að uppbyggingu þjálfaramenntunar. Við eigum að líta okkur næst. Við eigum frábært fagfólk og þangað hljótum við að leita fyrst. Ég er fullviss um að Ólafur sé rétti maðurinn í starfið." Hann tók sérstaklega fram að KSÍ reyndi alltaf að skapa landsliðsþjálfaranum gott starfsumhverfi. „Ég vil tjá mig um þessa alkunnu grillu blaða- og fréttamanna að það hafi verið vandamál fyrir þjálfara að starfa innan KSÍ. Vissulega hafa síðustu þrír landsliðsþjáfarar áður verið að störfum hjá landsliðinu og þannig gengið í landsliðsþjálfarastarfið. En nú kemur Ólafur ferskur inn beint úr félagsliðaþjálfun og eins og allir þjálfarar stýrir hann liðinu og umgjörðinni í kringum það. Við reynum að verða eftir þeim óskum sem hann setur fram og eru engar hindranir í því starfi." Hann þakkaði Eyjólfi sérstaklega fyrir vel unnin störf. „Starf þjálfara er vandasamt og Eyjólfur sinnti því af kostgæfni. Hann er með marga góða kosti og þó við höfum ákveðið að endurnýja ekki samning hans þökkum við honum vel unnin störf."
Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira