Guðjón: Fótbolti - ekki kokteilboð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2007 23:27 Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm Guðjón Þórðarson gagnrýndi KSÍ harkalega í umræðuþætti um íslenska landsliðið á Sýn í kvöld. Ísland tapaði í kvöld fyrir Danmörku, 3-0, í undankeppni EM 2008. Eftir leikinn hafði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Sýnar umsjón með umræðuþætti um stöðu íslenska landsliðsins og fékk til sín til að mynda Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, Guðjón Þórðarson og Willum Þór Þórsson. Guðjón gagnrýndi KSÍ, aðallega fyrir vinnubrögð og forgangsröðun forráðamanna sambandsins. „Þetta er svolítið sérstakt ferli,“ sagði Guðjón um ráðningu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólafur var ráðinn daginn eftir að það var tilkynnt að Eyjólfur Sverrisson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Þegar þessi staða kemur upp er eðlilegt að ræða við hóp manna,“ sagði Guðjón. „Þeir [forráðamenn KSÍ] hljóta að þurfa að setjast niður og gera sér grein fyrir sínum markmiðum.“ Guðjón tók þó fram, eins og aðrir, að ekki væri að gagnrýna Ólaf í þessari umræðu. „Ólafur hefur fullt af kostum sem koma til með að nýtast honum vel í þessu starfi. En í sjálfu sér kemur ekki á óvart hvernig vinnubrögð KSÍ eru í þessu máli eins og svo mörgu öðru. Það er margt sem KSÍ þarf að skoða varðandi sín vinnubrögð.“ Guðjón segir að forgangsröðun KSÍ þurfi að vera skýr og þar þurfi knattspyrnan að vera í efsta sæti. „Það mega ekki vera kokteilboð og að skála í kampavíni út og suður sem ræður því hvernig undirbúningi landsliðsins er háttað. Undirbúningurinn hlýtur að vera helsta vandamál landsliðsins og hvernig er hlúð að landsliðsmönnunum. Það þarf að hlúa að þeim til að búa til þann baráttuanda sem til þarf svo að liðið geti náð hagstæðum úrslitum. Við erum hér vegna fótboltans en ekki öfugt.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Guðjón Þórðarson gagnrýndi KSÍ harkalega í umræðuþætti um íslenska landsliðið á Sýn í kvöld. Ísland tapaði í kvöld fyrir Danmörku, 3-0, í undankeppni EM 2008. Eftir leikinn hafði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Sýnar umsjón með umræðuþætti um stöðu íslenska landsliðsins og fékk til sín til að mynda Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, Guðjón Þórðarson og Willum Þór Þórsson. Guðjón gagnrýndi KSÍ, aðallega fyrir vinnubrögð og forgangsröðun forráðamanna sambandsins. „Þetta er svolítið sérstakt ferli,“ sagði Guðjón um ráðningu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólafur var ráðinn daginn eftir að það var tilkynnt að Eyjólfur Sverrisson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Þegar þessi staða kemur upp er eðlilegt að ræða við hóp manna,“ sagði Guðjón. „Þeir [forráðamenn KSÍ] hljóta að þurfa að setjast niður og gera sér grein fyrir sínum markmiðum.“ Guðjón tók þó fram, eins og aðrir, að ekki væri að gagnrýna Ólaf í þessari umræðu. „Ólafur hefur fullt af kostum sem koma til með að nýtast honum vel í þessu starfi. En í sjálfu sér kemur ekki á óvart hvernig vinnubrögð KSÍ eru í þessu máli eins og svo mörgu öðru. Það er margt sem KSÍ þarf að skoða varðandi sín vinnubrögð.“ Guðjón segir að forgangsröðun KSÍ þurfi að vera skýr og þar þurfi knattspyrnan að vera í efsta sæti. „Það mega ekki vera kokteilboð og að skála í kampavíni út og suður sem ræður því hvernig undirbúningi landsliðsins er háttað. Undirbúningurinn hlýtur að vera helsta vandamál landsliðsins og hvernig er hlúð að landsliðsmönnunum. Það þarf að hlúa að þeim til að búa til þann baráttuanda sem til þarf svo að liðið geti náð hagstæðum úrslitum. Við erum hér vegna fótboltans en ekki öfugt.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira