McLaren biðst afsökunar 13. desember 2007 19:55 NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins. "McLaren harmar að rannsókn liðsins hafi ekki leitt í ljós að gögn Ferrari hafi verið útbreiddari en raun ber vitni," sagði í yfirlýsingu frá McLaren. Liðið var sektað um 100 milljónir dollara og missti öll stig sín í keppni bílasmiða í september fyrir að hafa undir höndum 780 blaðsíðna skýrslu sem stolið var frá Ferrari-liðinu. Liðið hefur þar á meðal viðurkennt að grunur akstursíþróttasambandsins, um að skýrsla Ferrari yrði höfð til hliðsjónar í hönnun McLaren bílsins fyrir næsta tímabil, hafi reynst réttur. "Það er ljóst að upplýsingarnar frá Ferrari voru útbreiddari en áætlað var í fyrstu og hefur McLaren ritað bréf til æðstu manna í íþróttinni til að biðjast afsökunar á því að það hafi þurft að koma í hlut akstursíþróttasambandsins að komast að þessu - í stað þess að málið yrði gert upp innan okkar raða," segir ennfremur í yfirlýsingu frá McLaren. Liði McLaren gæti orðið refsað enn frekar ef bíll liðsins verður ekki samþykktur fyrir 14. febrúar, en þá lýkur rannsókn á honum þar sem athugað verður hvort hann er byggður eftir hugmyndum Ferrari. Á þessum sama fundi verða forráðamenn annara liða í Formúlu 1 og þar verður framhaldið rætt, en afsökunarbeiðni McLaren liðsins gæti þar átt eftir að hafa einhver áhrif. Max Mosley, forseti akstursíþróttasambandsins, vill greinilega fara að koma þessu ljóta hneyksli út af borðinu, því hann hefur farið þess á leit við æðstu menn í íþróttinni að afsökunarbeiðni McLaren verði tekin gild og málið hreinlega tekið úr umferð. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Forráðamenn McLaren liðsins í Formúlu 1 hafa nú viðurkennt að stolin gögn þess frá Ferrari liðinu hafi verið áhrifameiri í þróunarvinnu þess en upphaflega var áætlað. McLaren hefur beiðst afsökunar á þessu í bréfi til alþjóða akstursíþróttasambandsins. "McLaren harmar að rannsókn liðsins hafi ekki leitt í ljós að gögn Ferrari hafi verið útbreiddari en raun ber vitni," sagði í yfirlýsingu frá McLaren. Liðið var sektað um 100 milljónir dollara og missti öll stig sín í keppni bílasmiða í september fyrir að hafa undir höndum 780 blaðsíðna skýrslu sem stolið var frá Ferrari-liðinu. Liðið hefur þar á meðal viðurkennt að grunur akstursíþróttasambandsins, um að skýrsla Ferrari yrði höfð til hliðsjónar í hönnun McLaren bílsins fyrir næsta tímabil, hafi reynst réttur. "Það er ljóst að upplýsingarnar frá Ferrari voru útbreiddari en áætlað var í fyrstu og hefur McLaren ritað bréf til æðstu manna í íþróttinni til að biðjast afsökunar á því að það hafi þurft að koma í hlut akstursíþróttasambandsins að komast að þessu - í stað þess að málið yrði gert upp innan okkar raða," segir ennfremur í yfirlýsingu frá McLaren. Liði McLaren gæti orðið refsað enn frekar ef bíll liðsins verður ekki samþykktur fyrir 14. febrúar, en þá lýkur rannsókn á honum þar sem athugað verður hvort hann er byggður eftir hugmyndum Ferrari. Á þessum sama fundi verða forráðamenn annara liða í Formúlu 1 og þar verður framhaldið rætt, en afsökunarbeiðni McLaren liðsins gæti þar átt eftir að hafa einhver áhrif. Max Mosley, forseti akstursíþróttasambandsins, vill greinilega fara að koma þessu ljóta hneyksli út af borðinu, því hann hefur farið þess á leit við æðstu menn í íþróttinni að afsökunarbeiðni McLaren verði tekin gild og málið hreinlega tekið úr umferð.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira