Eiður: Klæðist treyjunni með stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2008 15:53 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Real Betis. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum." Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við El Mundo Deportivo að sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Barcelona gegn Real Betis hafi fyllt hann stolti að spila fyrir félagið. Eiður barði sér á brjóst eftir markið og var spurður um ástæður þess. „Það var eins og að segja að ég væri enn hér og klæðist þessari treyju með stolti. Það var mjög tilfinningaríkt að skora þetta mark því ég þurfti á því að halda að skora mark og það reyndist úrslitamark leiksins." Eiður Smári hefur mátt þola miklar vangaveltur um framtíð sína hjá Barcelona þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn en staða hans hjá liðinu í dag er sterk. „Það hefur í sjálfu sér lítið breyst en þær breytingar sem hafa átt sér stað hafa reynst mikilvægar fyrir mig. Mér finnst ég nú metinn að verðleikum af þjálfaranum og það hefur gefið mér meira sjálfstraust. Þar fyrir utan hef ég skorað nokkur mörk sem gerir það að verkum að ég get leyft mér að vera afslappaðri þegar ég spila. Ég þarf ekki lengur að spila eins og að ég eigi lífið að leysa." „Sjálfstraustið hefur aukist hjá mér þar sem ég er í meiri metum hjá liðinu. Ég veit núna að ég fæ áfram tækifæri ef ég spila vel. Ólíkt því sem gerðist á síðasta tímabili þegar ég mátti sætta mig að fara á bekkinn þó svo að ég hafi spilað vel í síðasta leik á undan. Mér finnst einnig að liðsheildin hjá liðinu sé sterkari nú og það gæti orðið til þess að tímabilið verði frábært." Hann var einnig spurður hvort að það hafi reynst auðveldara fyrir hann að vinna sér sæti í liðinu þar sem að Portúgalinn Deco sé farinn frá félaginu. „Ég myndi ekki segja að það væri auðveldara þessa dagana en kannski gæti það hafa haft áhrif þar sem að Deco stóð sig vel og var liðinu mjög mikilvægur. En það breytir því ekki að allir leikmenn eiga möguleika á því að komast í byrjunarliðið ólíkt ástandinu í fyrra þegar þjálfarinn vissi alltaf fyrirfram hverjir myndu spila. Guardiola hefur varað okkur við því að það á enginn bókað sæti í byrjunarliðinu." Eiður Smári sagði að Rijkaard hafi ekki valdið sér vonbrigðum, þrátt fyrir allt. „Hann olli mér ekki vonbrigðum sem persóna eða þjálfari þar sem ég ber mikla virðingu fyrir honum. En sumar ákvarðanna hans ollu mér vonbrigðum. Það er stundum erfitt að skilja ástæðurnar fyrir því að þjálfarinn virðist ekki hafa trú á manni." Hann sagði einnig að leikmenn hafi leyft sér að byrja upp á nýtt í haust og að spennan sé minni í leikmannahópnum. „Það er samt ljóst að eftir að félagið hefur gengið í gegnum tvö tímabil án þess að vinna neina titla að hungrið er nú aftur til staðar. Það er bersýnilegt á æfingum."
Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira