Hamilton sigraði í Mónakó 25. maí 2008 14:12 NordcPhotos/GettyImages Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina. Ferrari-menn virtust ætla að fara með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni en þeir Felipe Massa og Kimi Raikkönen hjá Ferrari voru fremstir á ráslínu. Útlitið var á hinn bóginn ekki gott hjá Hamilton, sem lenti í óhappi snemma í keppninni, ók á og sprengdi dekk, og varð því að fara í þjónustuhlé snemma. Það varð honum til happs í kappakstri sem breytilegt veðurfar gerði ökumönnum erfitt fyrir. Robert Kubica hjá BMW sló Massa við og náði öðru sætinu, en Þjóðverjinn Adrian Sutil þurfti að horfa á eftir fjórða sætinu eftir að Kimi Raikkönen ók á hann í blálokin á kappakstrinum. Raikkönen náði að skila sér inn í 9. sætið. Efstu menn í dag: 1. Lewis Hamilton, England, McLaren Mercedes, 76 hringir 2:00:42.742 2. Robert Kubica, Póllandi, BMW Sauber F1 +3.0 3. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari +4.8 4. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull Racing-Renault +19.2 5. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Scuderia Toro Rosso-Ferrari +24.6 6. Rubens Barrichello, Brasilíu, Honda +28.4 7. Kazuki Nakajima, Japan, Williams-Toyota +30.1 8. Heikki Kovalainen, Finnlandi, McLaren Mercedes +33.1 9. Kimi Raikkonen, Finnlandi, Ferrari +33.7 10. Fernando Alonso, Spáni, Renault +1 hringur Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina. Ferrari-menn virtust ætla að fara með sigur af hólmi í keppninni að þessu sinni en þeir Felipe Massa og Kimi Raikkönen hjá Ferrari voru fremstir á ráslínu. Útlitið var á hinn bóginn ekki gott hjá Hamilton, sem lenti í óhappi snemma í keppninni, ók á og sprengdi dekk, og varð því að fara í þjónustuhlé snemma. Það varð honum til happs í kappakstri sem breytilegt veðurfar gerði ökumönnum erfitt fyrir. Robert Kubica hjá BMW sló Massa við og náði öðru sætinu, en Þjóðverjinn Adrian Sutil þurfti að horfa á eftir fjórða sætinu eftir að Kimi Raikkönen ók á hann í blálokin á kappakstrinum. Raikkönen náði að skila sér inn í 9. sætið. Efstu menn í dag: 1. Lewis Hamilton, England, McLaren Mercedes, 76 hringir 2:00:42.742 2. Robert Kubica, Póllandi, BMW Sauber F1 +3.0 3. Felipe Massa, Brasilíu, Ferrari +4.8 4. Mark Webber, Ástralíu, Red Bull Racing-Renault +19.2 5. Sebastian Vettel, Þýskalandi, Scuderia Toro Rosso-Ferrari +24.6 6. Rubens Barrichello, Brasilíu, Honda +28.4 7. Kazuki Nakajima, Japan, Williams-Toyota +30.1 8. Heikki Kovalainen, Finnlandi, McLaren Mercedes +33.1 9. Kimi Raikkonen, Finnlandi, Ferrari +33.7 10. Fernando Alonso, Spáni, Renault +1 hringur
Formúla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira