Morðgátan um Kaupþing Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Íslenskt stjórnkerfi ferðast á hraða snigilsins og fylgdi alls ekki eftir stækkun fjármálageirans í landinu á undanförnum árum. Ísland stóð á endanum uppi eitt og yfirgefið þegar neyðin var sem stærst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, í erindi sem bar yfirskriftina Morðgátan um Kaupþing, sem hann flutti á fundi viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í síðustu viku. Rakti Sigurður fjölmargar ástæður fyrir falli Kaupþings og íslensku bankanna og tók nokkra sök á sig í þeim efnum. Kvaðst hann vera þess fullviss að Ísland gengi fljótlega í Evrópusambandið til þess að endurreisa efnahaginn, rétt eins og Svíar og Finnar hafi gert í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Það sé sorglegt að hrun fjármálakerfisins hafi þurft til. Seðlabankinn fékk sinn skammt í ræðu Sigurðar. Þar var vaxtastefna hans harðlega gagnrýnd, hún hefði haldið uppi fölsku gengi krónunnar og lokkað til landsins spákaupmenn sem gerðu út á vaxtamunaviðskipti. Hann hefði ekki náð markmiðum sínum um verðbólgu og fjármálastöðugleika, en vildi engu síður bæta við sig verkefnum og taka yfir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Furðaði hann sig á því og bætti við að með þjóðnýtingu Glitnis hefðu stjórnvöld og Seðlabankinn hleypt af stað skriðu sem ekki hefði tekist að stöðva. Hugmyndin hefði verið að styrkja stöðu Glitnis svo hann fengi sama lánshæfismat og ríkið, en niðurstaðan hefði orðið þveröfug og bæði ríkið og bankarnir verið kolfelldir í lánshæfismati í kjölfarið og erlendir fjárfestar gert allt til að losa sig við íslenskar eignir, án tillits til gæða þeirra. Ofan í kaupið hafi Alþingi sett neyðarlög þar sem gerður var greinarmunur á kröfuhöfum jafnvel á grundvelli þjóðernis sem hafi verið augljóst brot á Evrópureglum og formaður bankastjórnar Seðlabankans komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að ekki stæði til að borga nema brot af erlendum skuldum bankanna. Fyrir vikið hafi bresk stjórnvöld talið hættu á að eignir Landsbankans í Bretlandi yrðu fluttar til Íslands sem trygging fyrir íslenskum innstæðum án þess að breskir sparifjáreigendur fengju neitt. Sagði Sigurður að Kaupþing Singer og Friedlander í London hefði verið breskur banki og hefði því átt að lúta þarlendum reglum. Hafi bresk yfirvöld talið hann gjaldþrota hefðu þau átt að þjóðnýta hann. Aðgerðir þeirra séu óafsakanlegar og þess vegna telji hann að dauðdaga Kaupþings hafi ekki borið að með eðlilegum hætti.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar