KSÍ gefur út bækling á fjórum tungumálum 3. júní 2008 15:38 Mynd/Heimasíða KSÍ Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Knattspyrnusamband Íslands, Alþjóðahús og Landsbankinn hafa unnið að því í sameiningu síðastliðið ár að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í knattspyrnu á Íslandi. Fyrsti ávöxtur af samstarfinu er ný útgáfa af foreldrabæklingi KSÍ sem þýddur hefur verið á þrjú tungumál - ensku, pólsku og spænsku - til að ná til fleiri innflytjenda. Það er von þeirra sem að bæklingnum standa að útgáfa hans verði til þess að kveikja áhuga barna af erlendum uppruna á því að stunda knattspyrnu og auðvelda foreldrum þeirra aðgang að foreldrastarfi félaganna. Foreldrabæklingurinn kom fyrst út á íslensku árið 2006. Nýja bæklingnum verður dreift til allra aðildarfélaga KSÍ og jafnframt á námskeiðum KSÍ næstu árin. Alþjóðahús kom að verkefninu með fagþekkingu sinni og annaðist þýðingu textans á tungumálin þrjú. Landsbankinn er bakhjarl verkefnisins og hefur kostað útgáfu foreldrabæklingsins ásamt KSÍ. Skipulögð fræðsla um land alltFræðsludeild KSÍ og Alþjóðahús hafa átt nána samvinnu um að þróa námsefni um þjálfun barna og ungmenna af erlendum uppruna til að nota á fjölmörgum námskeiðum KSÍ með þjálfurum og leiðbeinendum. Næsta skref í samstarfinu verður að skipuleggja fræðslu um land allt sem miðast að því að fjölga börnum af erlendum uppruna í knattspyrnunni. Landsbankinn mun áfram styrkja þetta verkefni. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ:"KSÍ leggur mikla áherslu á það í sínu starfi að fótbolti sé fyrir alla. Það er von okkar að útgáfa bæklingsins stuðli að því að börnum innflytjenda fjölgi í knatttpyrnunni hér á landi og auki þátttöku foreldra þeirra í starfi aðildarfélaganna. Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklingsins er mikilvægur liður í því starfi. Við þökkum Alþjóðahúsi og Landsbankanum fyrir gott samstarf og vonumst til að bæklingurinn komi að góðum notum innan knattspyrnuhreyfingarinnar." Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss:"Alþjóðahúsið leggur áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar aðlögunar. Þar getur hvers kyns íþrótta- og tómstundastarf skipt sköpum fyrir íbúa og skapað dýrmæt vina- og félagstengsl. Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein landsins og heimsins alls og má því segja að þar finnum við vettvang, sem er án landamæra. Það er von okkar að þátttaka barna af erlendum uppruna aukist í knattspyrnufélögum landsins. Alþjóðahúsið þakkar fyrir samstarfið við Landsbankann og KSÍ." Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri Landsbankans„Við hjá Landsbankanum erum mjög stolt af aðkomu bankans að verkefninu. Bankinn er bakhjarl bæði KSÍ og Alþjóðahúss og sáum við tækifæri í því að styrkja verkefni sem væri hagsmunamál allra. Landsbankinn hefur lagt mikla áherslu á barna- og unglingastarf í stuðningi sínum við KSÍ og íslenska knattspyrnu og málefni innflytjenda í stuðningi við Alþjóðahús. Verkefnið sameinar þetta tvennt á snjallan hátt. Samstarfið við Alþjóðahús og KSÍ hefur verið mjög gott og það er okkur sönn ánægja að halda því áfram." Af vef KSÍ
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira