Sato vill sæti Rauða Tuddans 19. nóvember 2008 16:41 Takuma Sato hefur æft með Torro Rosso í Barcelona og langar um borð í Rauða Tuddann eins og liðið heitir á góðri íslensku. mynd: Getty Images Japaninn Takuma Sato dreymir um að hann fái sæti hjá Torro Rosso liðinu eftir vel heppnaðar æfingar í Barcelona. Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma, en Sato vill einmitt verða arftaki hans, en hann er búinn að færa sig um set. Torro Rosso, eða liðið sem heitir á góðri íslensku Rauði Tuddinn leitar ökumanns í stað Sebastian Vettel og enn er óljóst hvort Sebastian Bourdais heldur sæti sínu. Sebastian Buemi frá Sviss hefur einnig prófað Torro Rosso bílinn og er því búið að vera þriggja manna kapphlaup um tvö sæti 2009. Bourdais var fljótari en Buemi í gær og í dag, en munurinn var 0.2-0.3 sekúndur og á það að líta að Bourdais er vanari bílnum. "Það væri draumur minn að ég fengi sætið, en ef ég þarfa að borga fyrir það, þá hugnast mér það ekki. Kannski get ég komið með auglýsingar með í púkkið", sagði Sato sem náði besta tíma á æfingum í gær. "Eins og staðan er núna veit ég ekkert hvort ég fæ sætið. Ég hef gert allt sem ég get um borð í bílnum og það er liðsins að ákveða hver hreppir hnossið. Mér gekk vel og vann vel með tæknimönnum liðsins. Núna bíð ég bara frétta", sagði Sato. Hann ók með Super Aguri liðinu, sem lagði upp laupanna vegna fjárskorts og Torro Rosso er eina liðið með opið sæti fyrir hann. Honda hefur ekki sýnt honum áhuga, þó hann hafi verið þróunarökumaður þar um tíma og að hann sé japanskur eins og Honda. Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japaninn Takuma Sato dreymir um að hann fái sæti hjá Torro Rosso liðinu eftir vel heppnaðar æfingar í Barcelona. Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma, en Sato vill einmitt verða arftaki hans, en hann er búinn að færa sig um set. Torro Rosso, eða liðið sem heitir á góðri íslensku Rauði Tuddinn leitar ökumanns í stað Sebastian Vettel og enn er óljóst hvort Sebastian Bourdais heldur sæti sínu. Sebastian Buemi frá Sviss hefur einnig prófað Torro Rosso bílinn og er því búið að vera þriggja manna kapphlaup um tvö sæti 2009. Bourdais var fljótari en Buemi í gær og í dag, en munurinn var 0.2-0.3 sekúndur og á það að líta að Bourdais er vanari bílnum. "Það væri draumur minn að ég fengi sætið, en ef ég þarfa að borga fyrir það, þá hugnast mér það ekki. Kannski get ég komið með auglýsingar með í púkkið", sagði Sato sem náði besta tíma á æfingum í gær. "Eins og staðan er núna veit ég ekkert hvort ég fæ sætið. Ég hef gert allt sem ég get um borð í bílnum og það er liðsins að ákveða hver hreppir hnossið. Mér gekk vel og vann vel með tæknimönnum liðsins. Núna bíð ég bara frétta", sagði Sato. Hann ók með Super Aguri liðinu, sem lagði upp laupanna vegna fjárskorts og Torro Rosso er eina liðið með opið sæti fyrir hann. Honda hefur ekki sýnt honum áhuga, þó hann hafi verið þróunarökumaður þar um tíma og að hann sé japanskur eins og Honda.
Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira