Brottreknir ræstitæknar í Valhöll? Ögmundur Jónasson skrifar 10. júní 2008 00:01 Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Vefsíða Landspítalans auglýsir fundi fyrir starfsmenn Landspítalans með heilbrigðisráðherra. Ekkert nema gott um það að segja að heilbrigðisráðherra vilji sitja fyrir svörum hjá starfsfólki í heilbrigðiskerfinu og eðlilegt að Landspítalinn auglýsi þetta framtak ráðherrans. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þetta fundarboð á vef Landspítalans er að fundarstaðurinn skuli vera Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins þar sem vertinn er Landsmálafélagið Vörður. Tilefni fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, er ærið. Víða þarf hann að verja eigin gjörðir. Þannig hefur hann dregið úr framlagi til Landspítalans á fjárlögum að raungildi. Ítrekað hefur heilbrigðisráðherra sagt fullyrðingar í þessa veru ósannindi og horfir þá í krónufjöldann sem til sjúkrahússins rennur. Þá vill hann gleyma að hafa hliðsjón af umfangi þeirra verka sem sjúkrahúsinu er ætlað að sinna. Ríkisendurskoðun hefur sýnt fram á að jafnt og þétt hafi verið þrengt að sjúkrahúsinu á undanförnum árum. Aldrei hefur ástandið verið eins slæmt og nú. Sveltistefnan er síðan notuð til að einkavæða starfsemi LSH í bútum. Ýmsir verkþættir eru þegar komnir til verktaka og minnast margir eflaust þeirra deilna sem risu í vetur þegar hafist var handa um að bjóða út störf læknaritara. Ræstitæknarnir eru flestir komnir til verktakafyrirtækisins ISS. Þar eru kjörin rýrari en þau voru þegar þetta starfsfólk starfaði milliliðalaust hjá sjúkrahúsinu, enda leikurinn til þess gerður að spara á kostnað starfsfólksins. Um mánaðamótin var ræstitæknum á Barna- og unglingageðdeildinni sagt upp störfum. Skyldu þeir hafa mætt í Valhöll til að heyra heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins útskýra hve þjóðhagslega hagkvæmar uppsagnirnar væru? Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar