María Björg: Fékk gæsahúð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. september 2008 14:30 María Björg Ágústsdóttir, leikmaður KR. Mynd/Stefán María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður í KR, var í dag valinn í íslenska landsliðið sem mætir Frökkum í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2009 á laugardaginn. María tók sér frí frá íslenskri knattspyrnu í tvö tímabil, 2006 og 2007, en gekk svo aftur í raðir KR seint á síðasta ári. Hún hefur svo staðið vaktina í marki KR í sumar og hélt til að mynda hreinu gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitum bikarkeppninnar um síðustu helgi. „Ég var í krefjandi námi í Bandaríkjunum og síðar í Englandi og það var orðið ansi lýjandi að sinna fótboltanum með skólanum. Ég var komin með ágætt í bili,“ sagði hún í samtali við Vísi. „En ég hef stefnt að því í allt ár að komast aftur í landsliðið og ég fékk gæsahúð þegar ég heyrði fréttirnar. Þetta tók sinn tíma en ég er mjög sátt.“ „Ég var líka lengi í landsliðinu áður en ég tók pásuna og hef alltaf óskað þessu liði alls hins besta. Maður segir líka ekki nei við landsliðinu, sé óskað eftir manni þar.“ Aðalmarkvörður landsliðsins hefur verið Þóra B. Helgadóttir og á María ekki von á því að hún velti henni úr sessi um helgina. „Ég held að þetta hafi gengið vel hingað til. En ég mun gera mitt besta til að fá góð úrslit, sama hver mín persónulegu hlutskipti verða.“ Hún telur að það ríki meiri tilhlökkun en stress í landsliðshópnum fyrir leikinn en Íslandi dugir jafntefli í Frakklandi til að tryggja sér beinan þátttökurétt á EM í Finnlandi á næsta ári. Tap þýðir að liðið þarf að fara í umspil um laust sæti. „Þar sem okkur nægir jafntefli eru líkurnar aðeins meiri en minni. Þetta er úrslitaleikur að vissu leyti en mótið er þó ekki búið ef við töpum. Við höfum því minna að tapa en ella.“ Landsliðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr KR og Val en þessi lið mættust í bikarúrslitunum um helgina þar sem KR vann 4-0 sigur. „KR-ingarnir eru í sigurvímu og Valsararnir sorgmæddir. En þessi leikur mun ekkert þvælast fyrir okkur. Þessi rígur er bara inn á vellinum og svo er það búið. Þetta er svo góður hópur í landsliðinu og ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af einhverju veseni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn