Raikkönen skikkaður til að styðja Massa 30. september 2008 19:21 Kimi Raikkönen verður að styðja við bakið á Felipe Massa í þeim mótum sem eftir eru, eftir frekar slakt gengi síðan í apríl. mynd: Getty Images Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ferrari liðið hefur tekið þá ákvörðun að núverandi heimsmeistari skuli styðja Felipe Massa í síðustu þremur Formúlu 1 mótum ársins. Raikkönen keyrði á vegg um helgina og möguleikar hans á titli eru hverfandi. Raikkönen hefur ekki unnið mót síðan í apríl og er 27 stigum á eftir Lewis Hamilton sem er efstur að stigum. Massa er sjö stigum á eftir Hamilton, en 30 stig er enn í pottinum fyrir þau þrjú mót sem eftir eru. Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé engin spurning lengur um að Raikkönen verði að styðja Massa. ,,Við stefnum á fyrsta og annað sætið í þeim mótum sem eftir eru. Ferrari er sem ein liðsheild og þó okkur hafi mistekist um helgina, þá stöndum við saman, allir sem einn", sagði Montezemolo. Þjónustumaður Ferrari gerði sig sekan um alvarleg mistök í mótinu, þegar han sendi Massa af stað með bensínslöguna áfasta á bílinn. Það eyðilagði möguleika hans á sigri. Hamilton náði þriðja sæti í mótinu og hann segist stefna á örugg stig í mótunum sem eftir eru. Martin Whitmarsh segir engar líkur á því að McLaren geri sömu mistök í fyrra. Þá tapaði Hamilton titilinum í síðasta mótinu, en var tveimur mótum áður með 17 stiga forskot. ,,Við ókum af of miklu kappi í fyrra og allt fór handaskolum. En núna munum við beita meiri skynsemi og það sama á við Hamilton. Við þurfum ekki að vinna til að ná titilinum, þó það sé stefna okkar í öllum mótum ársins. Núna verðum við að spila á stöðuna í stigamótinu", sagði Whitmarsh. McLaren náði um helgina eins stig forskoti í stigamóti bílasmiða. Tók efsta sætið af Ferrari. Sjá stigagjöfina.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira