Ekki algengt en tíðkast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 16:42 Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumanna. Mynd/Anton Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira