Ferrari í sterkri stöðu fyrir tímabilið 24. febrúar 2008 15:53 Starfsmenn Ferrari verða á fullu á Barcelona brautinni í þrjá daga í vikunni. Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að Ferrari liðið sé í þægilegri stöðu hvað undirbúning fyrir tímabilið varðar. Á mánudag mætir Michael Schumacher til leiks hjá Ferrari á Barcelona brautinni og æfir með Kimi Raikkönen. Schumacher er mjög snjall í þróunarvinnu, en hann hefur ekki ekið 2008 bíl Ferrari til þessa. ,,Við erum á réttum stað í undirbúningsferlinu, en þurfum að fínstilla ýmsa þætti í bílnum. Ég hef samt trú á því að við stöndum vel að vígi”, sagði Massa. Ferrari var ekki með bestu tímanna á æfingum í Barcelona í síðustu viku, en Massa hefur ekki áhyggjur af því. ,,Tímarnir á æfingum er ekki það sem skiptir mestu máli. Við eigum eftir að bæta bílinn, en það gætu orðið óvænt úrslit í fyrsta mótinu”, sagði Massa. Ferrari mun æfa frá mánudegi ti miðvikudags og ef það rignir á mánudag eins og spáð er gætu æfingar staðið fram á fimmtudag. Þess má geta að starfsmenn Sýnar verða í Barcelona í vikunni og vinna að sérstökum þætti um lokaæfingu keppnisliðanna í Barcelona. Öll keppnislið verða á brautinni, en óljóst er hvort Super Aguri liðið æfir eður ei. Framkvæmdarstjóri liðsins, Auguri Suzuki er að reyna fjárfesta í Japan til að efla rekstur liðsins. sjá nánar á www.kappakstur.is Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa telur að Ferrari liðið sé í þægilegri stöðu hvað undirbúning fyrir tímabilið varðar. Á mánudag mætir Michael Schumacher til leiks hjá Ferrari á Barcelona brautinni og æfir með Kimi Raikkönen. Schumacher er mjög snjall í þróunarvinnu, en hann hefur ekki ekið 2008 bíl Ferrari til þessa. ,,Við erum á réttum stað í undirbúningsferlinu, en þurfum að fínstilla ýmsa þætti í bílnum. Ég hef samt trú á því að við stöndum vel að vígi”, sagði Massa. Ferrari var ekki með bestu tímanna á æfingum í Barcelona í síðustu viku, en Massa hefur ekki áhyggjur af því. ,,Tímarnir á æfingum er ekki það sem skiptir mestu máli. Við eigum eftir að bæta bílinn, en það gætu orðið óvænt úrslit í fyrsta mótinu”, sagði Massa. Ferrari mun æfa frá mánudegi ti miðvikudags og ef það rignir á mánudag eins og spáð er gætu æfingar staðið fram á fimmtudag. Þess má geta að starfsmenn Sýnar verða í Barcelona í vikunni og vinna að sérstökum þætti um lokaæfingu keppnisliðanna í Barcelona. Öll keppnislið verða á brautinni, en óljóst er hvort Super Aguri liðið æfir eður ei. Framkvæmdarstjóri liðsins, Auguri Suzuki er að reyna fjárfesta í Japan til að efla rekstur liðsins. sjá nánar á www.kappakstur.is
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira