Krísufundur vegna Mosley 3. apríl 2008 17:28 NordcPhotos/GettyImages Max Mosley hefur farið fram á sérstakan krísufund hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu í kjölfar alvarlegra ásakana sem hann hefur verið borinn í fjölmiðlum að undanförnu. Mosley, sem er yfirmaður sambandsins, á undir högg að sækja eftir að breska blaðið News of the World greindi frá því um helgina að hann hefði tekið þátt í kynlífssvalli með nasistaþema með fimm vændiskonum. Fundurinn fer væntanlega fram í París og verður honum komið á eins fljótt og mögulegt er eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá Akstursíþróttasambandinu. Mosley sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Mercedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli. Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Max Mosley hefur farið fram á sérstakan krísufund hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu í kjölfar alvarlegra ásakana sem hann hefur verið borinn í fjölmiðlum að undanförnu. Mosley, sem er yfirmaður sambandsins, á undir högg að sækja eftir að breska blaðið News of the World greindi frá því um helgina að hann hefði tekið þátt í kynlífssvalli með nasistaþema með fimm vændiskonum. Fundurinn fer væntanlega fram í París og verður honum komið á eins fljótt og mögulegt er eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá Akstursíþróttasambandinu. Mosley sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Mercedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli.
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira