Akstursíþróttamaður ársins spáir Hamilton titlinum 30. október 2008 08:58 Íslandsmeistarar í akstursíþróttum tóku á móti verðlaunum sínum í Sjallanum á Akureyri um síðustu helgi. Ragnar Róbertsson sem var kjörinn akstursíþróttamaður ársins á hófi Akstursíþróttanefndar ÍSÍ um síðustu helgi spáir Lewis Hamilton meistaratitilinum í lokamótinu í Formúlu 1 um helgina. Ragnar var kjörinn í hófi á Akueyri um helgina þar sem flestir meistarar íslenskra akstursíþróttamanna voru samankomnir til að taka á móti meistaratitlum sínum. Ragnar hefur keppt í torfæru í mörg ár og vann fjölmörg mót hér heima og á Norðurlöndum. Rætt verður um lokaslaginn í Formúlu 1 frá ýmsum hliðum í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Ragnar verður gestur þáttarins og Alexander Kárason sem undirbýr sig fyrir komandi vélsleðavertíð. Báðir eru Formúlu 1 áhugamenn til margra ára. Ragnar keppti í ellefu torfærumótum á árinu, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og náði að sigra þau öll nema eina en í þeirra keppni endaði hann í öðru sæti. Með þessum árangri tryggði hann sér Heimsbikarmeistarann, Norðurlandameistarann og Noregsmeistaratitil í flokki sérsmíðaðra götubíla. Ragnar endaði einnig í þriðja sæti til Íslandsmeistara þrátt fyrir að hafa einungis tekið þátt í tveimur keppnum í Íslandsmótinu hér heima. Ragnar hefur fylgst með Formúlu 1 frá því hún byrjaði í sjónvarpi hér á landi, en segist ekki styðja neinn sérstakan ökumann. Hallast frekar á að fylgjast með liðunum og tækninni í krimgum Formúlu 1. "Ég spái Lewis Hamilton titlinum, hann fer varlega og man örugglega hvað gerðist í fyrra. Það er spáð rigningu alla helgina og það getur hvað sem er gerst í tímatökunum og keppninni af þeim sökum", sagði Ragnar, "Ætli við getum ekki sagt að Kimi Raikkönen kveðji titilinn með sigri, en hann náttúrulega hleypir samt Felipe Massa framúr. Ferrari menn verða trúlega fremstir. Svo gæti Fernando Alonso á Renault vel unnið ef rignir. Það er eiginlega ómögulegt að spá. En Hamilton tekur titilinn." Lokamótið í Formúlu 1 verður í Brasilíu og verður sýnt beint frá öllum æfingum, tímatöku og kapakstri á Stöð 2 Sport. Brautarlýsingu má skoða hér. Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ragnar Róbertsson sem var kjörinn akstursíþróttamaður ársins á hófi Akstursíþróttanefndar ÍSÍ um síðustu helgi spáir Lewis Hamilton meistaratitilinum í lokamótinu í Formúlu 1 um helgina. Ragnar var kjörinn í hófi á Akueyri um helgina þar sem flestir meistarar íslenskra akstursíþróttamanna voru samankomnir til að taka á móti meistaratitlum sínum. Ragnar hefur keppt í torfæru í mörg ár og vann fjölmörg mót hér heima og á Norðurlöndum. Rætt verður um lokaslaginn í Formúlu 1 frá ýmsum hliðum í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 20.00. Ragnar verður gestur þáttarins og Alexander Kárason sem undirbýr sig fyrir komandi vélsleðavertíð. Báðir eru Formúlu 1 áhugamenn til margra ára. Ragnar keppti í ellefu torfærumótum á árinu, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi og náði að sigra þau öll nema eina en í þeirra keppni endaði hann í öðru sæti. Með þessum árangri tryggði hann sér Heimsbikarmeistarann, Norðurlandameistarann og Noregsmeistaratitil í flokki sérsmíðaðra götubíla. Ragnar endaði einnig í þriðja sæti til Íslandsmeistara þrátt fyrir að hafa einungis tekið þátt í tveimur keppnum í Íslandsmótinu hér heima. Ragnar hefur fylgst með Formúlu 1 frá því hún byrjaði í sjónvarpi hér á landi, en segist ekki styðja neinn sérstakan ökumann. Hallast frekar á að fylgjast með liðunum og tækninni í krimgum Formúlu 1. "Ég spái Lewis Hamilton titlinum, hann fer varlega og man örugglega hvað gerðist í fyrra. Það er spáð rigningu alla helgina og það getur hvað sem er gerst í tímatökunum og keppninni af þeim sökum", sagði Ragnar, "Ætli við getum ekki sagt að Kimi Raikkönen kveðji titilinn með sigri, en hann náttúrulega hleypir samt Felipe Massa framúr. Ferrari menn verða trúlega fremstir. Svo gæti Fernando Alonso á Renault vel unnið ef rignir. Það er eiginlega ómögulegt að spá. En Hamilton tekur titilinn." Lokamótið í Formúlu 1 verður í Brasilíu og verður sýnt beint frá öllum æfingum, tímatöku og kapakstri á Stöð 2 Sport. Brautarlýsingu má skoða hér.
Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira