Fjölnir vildi ekki taka upp nafn Fram - viðræðum slitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2008 15:36 Úr leik Fram og Fjölnis í sumar. Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum." Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum."
Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13