Torro Rosso prófar Sato aftur 4. desember 2008 07:31 Takuma Sato er reyndur í Formúlu 1 og vonast eftir sæti hjá Torro Rosso á næsta ári. Mynd: Getty Images Japaninn Takuma Sato hefur verið kallaður til æfinga hjá Torro Rosso á ný. Það þykir benda til þess að hann fái annað af tveimur sætum hjá liðinu á næsta ári. Sato keyrði á dögunum með Torro Rosso og var í kapphaupi við Sebastian Buemi og Sebastian Borudais. Sato náði besta tíma á æfingunum og mun æfa með Torro Rosso á Jerez brautinni á Spáni í desember. Því er ljóst að Torro Rosso menn hafa trú á Sato, sem keppti síðast með Super Aguri liðinu, sem lagði upp laupanna. Red Bull samsteypan er eigandi Torro Rosso og vilja auka markaðshlutdeild sína í Japan og Sato þykir álitlegur kostur til að svo megi verða. Formúla 1 er mjög vinsæl í Japan og keppt verður á Fuji brautinni í Japan á næsta ári. Red Bull vill flagga Sato um borð í Formúlu 1 bíl þar í landi. Ákvörðun um ökumenn Torro Rosso verður tekinn eftir æfingar í desember, en mestar líkur eru á að Sato og Sebastian Buemi verði ökumenn liðsins, en Bourdais verði frá að hverfa. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japaninn Takuma Sato hefur verið kallaður til æfinga hjá Torro Rosso á ný. Það þykir benda til þess að hann fái annað af tveimur sætum hjá liðinu á næsta ári. Sato keyrði á dögunum með Torro Rosso og var í kapphaupi við Sebastian Buemi og Sebastian Borudais. Sato náði besta tíma á æfingunum og mun æfa með Torro Rosso á Jerez brautinni á Spáni í desember. Því er ljóst að Torro Rosso menn hafa trú á Sato, sem keppti síðast með Super Aguri liðinu, sem lagði upp laupanna. Red Bull samsteypan er eigandi Torro Rosso og vilja auka markaðshlutdeild sína í Japan og Sato þykir álitlegur kostur til að svo megi verða. Formúla 1 er mjög vinsæl í Japan og keppt verður á Fuji brautinni í Japan á næsta ári. Red Bull vill flagga Sato um borð í Formúlu 1 bíl þar í landi. Ákvörðun um ökumenn Torro Rosso verður tekinn eftir æfingar í desember, en mestar líkur eru á að Sato og Sebastian Buemi verði ökumenn liðsins, en Bourdais verði frá að hverfa.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira