Margir ökumenn ósáttir við Hamilton 16. október 2008 17:42 Lewis Hamilton á undir högg að sækja meðal Formúlu 1 ökumanna í dag. Þeim þykir hann hugsa of mikið um sjálfan sig á kappakstursbrautinni. mynd: kappakstur.is Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum. "Ég er ósáttur við Hamilton, þó ég hafi ekki lent í árekstri við hann. Hann hélt aftur af mér í rúma tvo hringi, þó hann væri hring á eftir og ég væri í foyrstu", sagði Jarno Trulli hjá Toyota í dag. "Þetta kostaði mig dýrmætan tíma, þannig að ég missti Nelson Piquet framúr mér. Hamilton var síðastur og hefði átt að gæta að sér og fylgjast með í speglunum." Mark Webber sagðist ætla að ræða við Charlie Whiting keppnisstjóra á fundi ökumanna á föstudagskvöld. Webber telur að Hamilton hafi skapað mikla hættu í fyrstu beygjunni í Japan. "Það varð dauðaslys á Monza brautinni árið 2000, eftir að ökumenn óku of geyst á bremsukafla brautarinnar. Þess vegna þarf að skoða þetta mál vandlega", sagðí Webber. Hamilton var refsað fyrir gáleysislegan akstur í Japan, en McLaren menn voru ekki sáttir við dóminn eftir keppnina, þó Hamilton viðurkenndi að hann hefði gert mistök. "Hamilton er stórkostlegur ökumaður, en hann hefur galla rétt eins og kosti. Hann braut á mér á Monza brautinni og fleiri ökumönnum og slapp með án refsingar. Hamilton var villtur í fyrstu beygjunni á Fuji brautinni. Það hefði getað orðið óhapp ef aðrir ökumenn hefðu ekki gætt að sér. Það þurfa allir að læra. Það gerði Tiger Woods í golfinu, það gerði líka Roger Federer í tennis. Hamilton er að ganga í gegnum það sama", sagði Webber. Ítarleg umfjölllun verður um Formúlu 1 og akstursmáta Hamilton og dóma íþróttinni í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum. "Ég er ósáttur við Hamilton, þó ég hafi ekki lent í árekstri við hann. Hann hélt aftur af mér í rúma tvo hringi, þó hann væri hring á eftir og ég væri í foyrstu", sagði Jarno Trulli hjá Toyota í dag. "Þetta kostaði mig dýrmætan tíma, þannig að ég missti Nelson Piquet framúr mér. Hamilton var síðastur og hefði átt að gæta að sér og fylgjast með í speglunum." Mark Webber sagðist ætla að ræða við Charlie Whiting keppnisstjóra á fundi ökumanna á föstudagskvöld. Webber telur að Hamilton hafi skapað mikla hættu í fyrstu beygjunni í Japan. "Það varð dauðaslys á Monza brautinni árið 2000, eftir að ökumenn óku of geyst á bremsukafla brautarinnar. Þess vegna þarf að skoða þetta mál vandlega", sagðí Webber. Hamilton var refsað fyrir gáleysislegan akstur í Japan, en McLaren menn voru ekki sáttir við dóminn eftir keppnina, þó Hamilton viðurkenndi að hann hefði gert mistök. "Hamilton er stórkostlegur ökumaður, en hann hefur galla rétt eins og kosti. Hann braut á mér á Monza brautinni og fleiri ökumönnum og slapp með án refsingar. Hamilton var villtur í fyrstu beygjunni á Fuji brautinni. Það hefði getað orðið óhapp ef aðrir ökumenn hefðu ekki gætt að sér. Það þurfa allir að læra. Það gerði Tiger Woods í golfinu, það gerði líka Roger Federer í tennis. Hamilton er að ganga í gegnum það sama", sagði Webber. Ítarleg umfjölllun verður um Formúlu 1 og akstursmáta Hamilton og dóma íþróttinni í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira