Umfjöllun: Hart barist í grannaslag Vals og Fram Ómar Þorgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 20:59 Það var hart tekist á í Vodafonehöllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Sjá meira
Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Sjá meira