Button býst við spennandi endasprett 28. október 2009 08:32 Jenson Button býst við háspennu á nýrri braut í Abu Dhabi. mynd: kappakstur.is Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button er mættur til Abu Dhabi þar sem fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram á nýsmíðaðri braut um helgina. Hann segist vilja enda mótið með toppárangri, en hann tryggði sér titilinn í síðustu keppni. "Það er frábært að mæta með titilinn í veganesti í lokamótið og ég get verið afslappaðri en ella. Við viljum ljúka tímabilinu með sóma og ná toppárangri á nýrri braut", sagði Button. "Það er alltaf gaman að mæta á nýjan mótsstað og Yas Marina brautin er mjög óvenjuleg í alla staði. Þá hefst hún í dagsbirtu og lýkur í myrki. Það skapar sérstakt andrúmsloft. Ég er sannfærður um að mótið verður spennandi endasprettur á skemmtilegu keppnistímabili", sagði Button. Lið hans vann bæði titil bílsmiða og ökumanna í samstarfi við Mercedes, en Button er í samningaviðræðum við Brawn og einnig McLaren. Brawn þykir þó líklegri kostur, en Button vill launahækkun vegna titilsins og eftir að hafa tekið á sig launalækkun í upphafi tímabilsins. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira