Vettel og Red Bull fögnuðu sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2009 09:28 Sebastian Vettel og Mark Webber á brautinni í morgun. Nordic Photos / Getty Images Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti. Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel vann í morgun sigur í kínverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Mark Webber, varð í öðru sæti. Jenson Button er enn með myndarlega forystu í stigakeppni ökumanna en hann varð í þriðja sæti og liðsfélgi hans hjá Brawn, Rubens Barrichello, varð fjórði. Næstir komu þeir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton á McLaren en enn hefur ökumönnum Ferrari ekki tekist að ná í stig á tímabilinu. Það er versta byrjun liðsins í Formúlu 1 í 27 ár. Kimi Raikkönen varð í tíunda sæti en Massa náði ekki að klára. Það ringdi mikið á meðan keppninni stóð í dag sem gerði ökumönnum afar erfitt fyrir. Ákveðið var að ræsa mótið með öryggisbíl sem virtist ætla að koma ökumönnum Brawn vel. Þeir voru fjórði og fimmti á ráspól á eftir ökumönnum Red Bull og Fernando Alonso sem allir voru með mun minna bensín en Brawn-bílarnir. En þeir Button og Barrichello náðu ekki að halda í við hraða Red Bull í dag. Sérstaklega var Vettel öflugur og gerði engin mistök í gær. Hann var stundum þremur sekúndum fljótari að klára hring en allir aðrir keppendur. Alonso náði sér hins vegar engan vegin á strik í keppninni og hafnaði í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira