Þjóðin segi já eða nei 7. ágúst 2009 06:00 Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Farsæl leið úr Icesave-klemmunni er þjóðaratkvæðagreiðsla. Ótækt er að ætla almenningi að axla fordæmalausar fjárskuldbindingar án þess hann fái nokkuð að segja um skilmálana. Illbrúanleg gjá virðist líka hafa myndast milli þeirra sem vilja ganga að skilmálum fyrirliggjandi samninga og hinna sem þykja þeir óaðgengilegir. Er þá ótalin sögufræg gjá milli þings og þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla er leið til að gera út um mál þegar ekki er hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu með öðrum hætti. Að slíkri sáttaleið er unnið á vefsíðunni www.kjosa.is. Ekki er víst að ríkisstjórnin lifi af að frumvarpið verði fellt. Þyngra virðist þó hvíla á ríkisstjórninni óvissan um hvað taki við felli Alþingi frumvarpið. Stjórninni er vorkunn. Hitt er víst að engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna. Gera verður ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt á Alþingi. Þá kemur til kasta forseta Íslands. Forsetinn getur vísað málinu til þjóðarinnar. Annað af tvennu getur þá gerst. Frumvarpið yrði samþykkt. Innbyrðis yrði þjóðin þá - hugsanlega eftir nokkurn slag - „sátt að kalla". Þjóðin gæti hafnað frumvarpinu. Lögin féllu þá úr gildi og fyrirliggjandi samningar. Ríkisstjórnin hefði uppfyllt skilmála samninganna en almenningur neytt stjórnarskrárbundins réttar og hafnað skilmálunum. Upp væri komin samningsstaða. Ævafornar mótbárur heyrast jafnan þegar almenningur býst til að taka örlög sín í eigin hendur. Málið er ekki þess eðlis; almenningur lætur blekkjast af lýðskrumi, hefur ekki forsendur til að setja sig inn í málið. Víst má efast um dómgreind almennings þegar horft er til stjórnmálamanna sem hér hafa valist til forystu. Þeirra sem stýrt hafa landinu fram af hengiflugi. Ég skora á samborgara mína að leggja leiðsögn þeirra til hliðar og taka málið í sínar hendur á www.kjosa.is. Höfundur er talsmaður framtaksins „Í okkar hendur" á kjosa.is.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun