Þó líði hárog öld 17. júlí 2009 00:01 Það er nokkuð ljóst að mannskepnan er að þróast hægt og rólega frá alhæri, það er að vera hærð frá toppi til táar nema kannski í lófum, á iljum og í andliti, yfir í það að vera alveg sköllótt. Eins og stendur erum við komin langleiðina í átt til hárleysis. Og af því að við þurfum alltaf að greina það sem er að koma fyrir okkur reynum við að vera á undan eða koma okkar eigin hugmyndum yfir á þessa þróun. Í dag má vera með hár á höfuðleðrinu og í kringum augun. Konur, og nú í seinni tíð karlar líka, ganga í gegnum gríðarlega sársaukafullar aðgerðir til að fjarlægja óvelkomið hár, sem er allt hitt hárið á líkamanum, og halda hinu hárinu, sem ekki bara má heldur á helst að vera, í réttum skorðum. Karlmönnum leyfist að safna hári í andliti og ber raunar skylda til þess að minnsta kosti einu sinni á ævinni að láta á andlitshárvöxt reyna. Fyrir þrjátíu árum þótti loðin bringa mikið karlmennskutákn en í dag reyna karlmenn að leyna hárvexti yfir hjartanu sem mest þeir mega og beita bæði rakvél og vaxi til að losna við þessa óæskilegu loðnu. Konur mega ekki vera með skegg. Á höfðinu eiga þær að vera mikið hærðar, ýmist stutt- eða síð-, og hárið á ýmist að vera liðað eða slétt og í einhverjum afbrigðum af svokölluðum náttúrulit. Hárið á augnlokunum á helst að vera þétt og mikið. Nokkuð fyrir ofan augun eiga að vera tvær mjóar hárrendur, helst ekki samvaxnar. Hár annars staðar á líkama kvenna er ekki æskilegt en þótti til prýði fyrir nokkrum áratugum. Afkomendur okkar verða allir hárlausir. Í hinu stóra samhengi hlutanna skiptir hárvaxtarstig dagsins í dag ekki neinu. Berlínarmúrinn, sem hafði gríðarleg áhrif á okkar samtíma, stóð ekki nema þrjátíu ár. Og sást aldrei frá tunglinu. Nú er sumar, fólk fæðist og deyr, verður ástfangið og fær freknur. Það sem við erum að ganga í gegnum núna hér á Íslandi á ekki eftir að taka margar blaðsíður í sögubókum framtíðarinnar. Það gerir okkur öll glaðari ef við hættum að hugsa um það í smástund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Það er nokkuð ljóst að mannskepnan er að þróast hægt og rólega frá alhæri, það er að vera hærð frá toppi til táar nema kannski í lófum, á iljum og í andliti, yfir í það að vera alveg sköllótt. Eins og stendur erum við komin langleiðina í átt til hárleysis. Og af því að við þurfum alltaf að greina það sem er að koma fyrir okkur reynum við að vera á undan eða koma okkar eigin hugmyndum yfir á þessa þróun. Í dag má vera með hár á höfuðleðrinu og í kringum augun. Konur, og nú í seinni tíð karlar líka, ganga í gegnum gríðarlega sársaukafullar aðgerðir til að fjarlægja óvelkomið hár, sem er allt hitt hárið á líkamanum, og halda hinu hárinu, sem ekki bara má heldur á helst að vera, í réttum skorðum. Karlmönnum leyfist að safna hári í andliti og ber raunar skylda til þess að minnsta kosti einu sinni á ævinni að láta á andlitshárvöxt reyna. Fyrir þrjátíu árum þótti loðin bringa mikið karlmennskutákn en í dag reyna karlmenn að leyna hárvexti yfir hjartanu sem mest þeir mega og beita bæði rakvél og vaxi til að losna við þessa óæskilegu loðnu. Konur mega ekki vera með skegg. Á höfðinu eiga þær að vera mikið hærðar, ýmist stutt- eða síð-, og hárið á ýmist að vera liðað eða slétt og í einhverjum afbrigðum af svokölluðum náttúrulit. Hárið á augnlokunum á helst að vera þétt og mikið. Nokkuð fyrir ofan augun eiga að vera tvær mjóar hárrendur, helst ekki samvaxnar. Hár annars staðar á líkama kvenna er ekki æskilegt en þótti til prýði fyrir nokkrum áratugum. Afkomendur okkar verða allir hárlausir. Í hinu stóra samhengi hlutanna skiptir hárvaxtarstig dagsins í dag ekki neinu. Berlínarmúrinn, sem hafði gríðarleg áhrif á okkar samtíma, stóð ekki nema þrjátíu ár. Og sást aldrei frá tunglinu. Nú er sumar, fólk fæðist og deyr, verður ástfangið og fær freknur. Það sem við erum að ganga í gegnum núna hér á Íslandi á ekki eftir að taka margar blaðsíður í sögubókum framtíðarinnar. Það gerir okkur öll glaðari ef við hættum að hugsa um það í smástund.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun