Megum ekki láta þá stjórna hraðanum 28. febrúar 2009 12:45 Ólafur Gíslason "Það er alveg á hreinu að okkur verður ekki fyrirgefið ef við töpum þessum leik og það er það sem heldur okkur á tánum," sagði Ólafur Haukur Gíslason, fyrirliði Vals þegar Vísir spurði hann út í úrslitaleik liðsins gegn Gróttu í Eimskipsbikarnum í dag. Valsmenn eru fyrirfram taldir mun sigurstranglegri, enda mæta bikarmeistararnir liði úr deildinni fyrir neðan. Ólafur segir ekkert vanmat í Valsliðinu. "Æfingarnar okkar undanfarið hafa verið mjög góðar og það er nauðsynlegt að menn séu einbeittir í verkefnið því það er erfitt. Það er erfitt að fara inn í leik sem á að vinnast og allir halda með litla liðinu, allir á móti okkur. Við vitum af því og ætlum að standast þetta," sagði Ólafur. En hvað ber Valsmenn að varast hjá liði Gróttu? "Við megum ekki leyfa þeim að stilla upp. Þeir eru þyngri á sér en við, svo við getum kannski nýtt okkur hraðann, en ef þeir ná að stjórna hraðanum, gætum við lent í vandræðum. Þeir eru með sterka vörn og mjög góðan markmann," sagði fyrirliðinn. "Við leggjum upp að spila okkar sterkustu vörn og fá í kjölfarið ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Þjálfarinn er líka búinn að segja okkur mikið frá því að við getum orðið fyrsta Valsliðið til að verða bikarmeistari tvö ár í röð og það er gott að hafa það í huga sem auka gulrót til að vinna." Olís-deild karla Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
"Það er alveg á hreinu að okkur verður ekki fyrirgefið ef við töpum þessum leik og það er það sem heldur okkur á tánum," sagði Ólafur Haukur Gíslason, fyrirliði Vals þegar Vísir spurði hann út í úrslitaleik liðsins gegn Gróttu í Eimskipsbikarnum í dag. Valsmenn eru fyrirfram taldir mun sigurstranglegri, enda mæta bikarmeistararnir liði úr deildinni fyrir neðan. Ólafur segir ekkert vanmat í Valsliðinu. "Æfingarnar okkar undanfarið hafa verið mjög góðar og það er nauðsynlegt að menn séu einbeittir í verkefnið því það er erfitt. Það er erfitt að fara inn í leik sem á að vinnast og allir halda með litla liðinu, allir á móti okkur. Við vitum af því og ætlum að standast þetta," sagði Ólafur. En hvað ber Valsmenn að varast hjá liði Gróttu? "Við megum ekki leyfa þeim að stilla upp. Þeir eru þyngri á sér en við, svo við getum kannski nýtt okkur hraðann, en ef þeir ná að stjórna hraðanum, gætum við lent í vandræðum. Þeir eru með sterka vörn og mjög góðan markmann," sagði fyrirliðinn. "Við leggjum upp að spila okkar sterkustu vörn og fá í kjölfarið ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Þjálfarinn er líka búinn að segja okkur mikið frá því að við getum orðið fyrsta Valsliðið til að verða bikarmeistari tvö ár í röð og það er gott að hafa það í huga sem auka gulrót til að vinna."
Olís-deild karla Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira