Hamilton fremstur í flokki á Spáni 22. ágúst 2009 13:41 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni í dag. Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl. Kapparnir í titilslagnum röðuðu sér í næstu sætu á eftir og þeirra fremstur Rubens Barrichellio á Brawn bíl, síðan Sebastian Vettel á Red Bull og Jenson Button á Brawn. Mark Webber er fjórði maðurinn í stigaslagnum um titilinn og hann varð þó aðeins níundi, á eftir heimamanninum Fernando Alonso á Renault. Staðan á ráslínu er ákaflega mikilvæg í þessu móti, sem er á götum Valencia og afgirt með varnargirðingum. Það er því engin leikur að fara framúr og ljóst að McLaren mun spila á stöðuna hvað það varðar. Þá er Kimi Raikkönen með KERS kerfi í bíl sínum og hefur sprett framúr mörgum bílum í ræsingu í síðustu mótum í upphafi, en hann er sjötti á ráslínu á Ferrari. Nýr liðsmaður Ferrari, sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa varð síðastur í tímatökunni. Það verður að teljast nokkuð áfall fyrir hann persónulega og Ferrari, en hann hafði þó aldrei keyrt brautina áður. Sjá tímanna og brautarlýsingu
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira