Lokamótið á Silverstone í skugga deilna 17. júní 2009 10:25 Brawn liðið verður á heimavell á Silverstone þessa vikuna og Jenson Button mætir sem forystumaður i stigamótinu. mynd: kappakstur.is Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010. Ökumenn eru ekkert frá því að ný mótaröð sé vænn kostur, en líkur á því eru kannski ekki svo miklar og margir vilja meina að deilurnar séu stormur í vatnsglasi. Peninga og valdabarátta fárra manna og áhorfendur líði fyrir mál sem ættu að leysast innan veggja FIA og FOTA, alþjóða bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Mótið á Silverstone á sunnudaginn verður það síðasta á braut sem hefur verið í notkun frá árinu 1950 í Formúlu 1, en með nokkrum hléum þó. Mótshald flyst á Donington Park sem er klukkutíma akstur í norður frá Silverstone. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Bernie Ecclestone og félag kappakstursökumanna sem rekur Silverstone komust ekki að samkomulagi um leyfisgjald og betri aðstöðu, en Ecclestone hefur veirð ósáttur við gæði brautarinnar síðustu ár. Á sama tíma mætir Jenson Button, heimamaður frá Frome í Bretlandi á brautina með gott forskot í stigamóti ökumanna. Bretar munu því fjölmenna á mót sem Lewis Hamilton vann í fyrra í grenjandi rigningu. Engin hefur staðist Button snúning, nema Sebastian Vettel í einu móti af sjö. Hin sex hefur Button unnið. "Við fáum mikla samkeppni á Silverstone þar sem brautin er háhraðabraut. Brautin er í sama klassa og Suzuka og Spa í mínum huga, eins sú besta á tímabilinu. Áhorfendur sjá hve hraðskreiðir Formúlu 1 bílar eru og ég kann sérstaklega vel við að keyra Becketts beygjukaflann. Þetta er eitt flottasta svæði í Formúlu 1 og gaman að horfa á bílanna á þessum stað. Hvað þá keyra þar", sagði Button um brautina. Button á vísan stuðning áhorfenda, en ljóst að McLaren, Ferrari, Renault og BMW verða fara gera eitthvað í sínum málum, eftir afar brösót gengi á árinu. "Karakter brautarinnar er svipaður og á Spáni og þar gekk okkur illa. En við vitum allavega hvað var að og látum það ekki endurtaka sig. Það var ekkert að bílnum, heldur brugðumst við ekki rétt við breyttum aðstæðum, meiri hita en við væntum. Misstum grip dekkjanna og allt fór handaskolum. Ég tel að bíllinn verði líka betri á Silverstone", segir Massa. Fjallað verður um mótið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 á fimmtudagskvöld og góðir gestir spretta úr spori í ökuhermi á brautinni. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010. Ökumenn eru ekkert frá því að ný mótaröð sé vænn kostur, en líkur á því eru kannski ekki svo miklar og margir vilja meina að deilurnar séu stormur í vatnsglasi. Peninga og valdabarátta fárra manna og áhorfendur líði fyrir mál sem ættu að leysast innan veggja FIA og FOTA, alþjóða bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Mótið á Silverstone á sunnudaginn verður það síðasta á braut sem hefur verið í notkun frá árinu 1950 í Formúlu 1, en með nokkrum hléum þó. Mótshald flyst á Donington Park sem er klukkutíma akstur í norður frá Silverstone. Ástæðan fyrir breytingunni er sú að Bernie Ecclestone og félag kappakstursökumanna sem rekur Silverstone komust ekki að samkomulagi um leyfisgjald og betri aðstöðu, en Ecclestone hefur veirð ósáttur við gæði brautarinnar síðustu ár. Á sama tíma mætir Jenson Button, heimamaður frá Frome í Bretlandi á brautina með gott forskot í stigamóti ökumanna. Bretar munu því fjölmenna á mót sem Lewis Hamilton vann í fyrra í grenjandi rigningu. Engin hefur staðist Button snúning, nema Sebastian Vettel í einu móti af sjö. Hin sex hefur Button unnið. "Við fáum mikla samkeppni á Silverstone þar sem brautin er háhraðabraut. Brautin er í sama klassa og Suzuka og Spa í mínum huga, eins sú besta á tímabilinu. Áhorfendur sjá hve hraðskreiðir Formúlu 1 bílar eru og ég kann sérstaklega vel við að keyra Becketts beygjukaflann. Þetta er eitt flottasta svæði í Formúlu 1 og gaman að horfa á bílanna á þessum stað. Hvað þá keyra þar", sagði Button um brautina. Button á vísan stuðning áhorfenda, en ljóst að McLaren, Ferrari, Renault og BMW verða fara gera eitthvað í sínum málum, eftir afar brösót gengi á árinu. "Karakter brautarinnar er svipaður og á Spáni og þar gekk okkur illa. En við vitum allavega hvað var að og látum það ekki endurtaka sig. Það var ekkert að bílnum, heldur brugðumst við ekki rétt við breyttum aðstæðum, meiri hita en við væntum. Misstum grip dekkjanna og allt fór handaskolum. Ég tel að bíllinn verði líka betri á Silverstone", segir Massa. Fjallað verður um mótið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 23:00 á fimmtudagskvöld og góðir gestir spretta úr spori í ökuhermi á brautinni. Sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira