Landsbankadeildin liðin undir lok Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. febrúar 2009 12:30 FH varð Íslandsmeistari í sumar. Mynd/Vilhelm Landsbankinn (NBI hf.) hefur afsalað sér markaðsrétti á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu og munu því deildarinar ekki bera nafn bankans eins og undanfarin ár. Stjórn bankans ákvað þetta í vikunni en fram kemur í tilkynningu að hún telji ekki rétt að verja háaum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Bankinn mun þó halda áfram að styðja íslenskt íþróttalíf, eins og það er orðað, og hefur endurnýjað samninga sína við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið bakhjarl undanfarin ár. Tilkynningin í heild sinni: „Landsbankinn afsalar sér markaðsrétti á Landsbankadeildinni - Bankinn heldur áfram stuðningi við íþróttafélög um land allt - Landsbankinn (NBI hf.) verður ekki bakhjarl efstu deilda karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2009 og hefur afsalað sér markaðs- og nafnarétti á Landsbankadeildinni. Bankastjórn Landsbankans telur ekki rétt að verja háum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Landsbankinn mun eftir sem áður styðja íslenskt íþróttalíf með því að endurnýja samstarfssamninga við fjölmörg íþróttafélög um land allt. KSÍ hefur undanfarin ár framselt útsendingar- og markaðsrétt vegna íslenskrar knattspyrnu til þýska fyrirtækisins Sportfive. Þýska fyrirtækið hefur síðan endurselt bankanum markaðsrétt á efstu deildum karla og kvenna. Landsbankinn mun kappkosta að styðja íslenskt íþróttalíf og við núverandi aðstæður verður það best gert í gegnum útibúin með beinum samstarfssamningum við íþróttafélög hringinn í kringum landið. Bankinn hefur undanfarið endurnýjað samninga við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið leiðandi bakhjarl á síðustu árum. Í slíku samstarfi leggur bankinn mikla áherslu á að styðja barna- og unglingastarf. Samningarnir taka mið af breyttum aðstæðum. Undantekningalítið nýtast styrkirnir til að standa straum af þjálfun iðkenda á öllum aldri." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Landsbankinn (NBI hf.) hefur afsalað sér markaðsrétti á efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu og munu því deildarinar ekki bera nafn bankans eins og undanfarin ár. Stjórn bankans ákvað þetta í vikunni en fram kemur í tilkynningu að hún telji ekki rétt að verja háaum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Bankinn mun þó halda áfram að styðja íslenskt íþróttalíf, eins og það er orðað, og hefur endurnýjað samninga sína við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið bakhjarl undanfarin ár. Tilkynningin í heild sinni: „Landsbankinn afsalar sér markaðsrétti á Landsbankadeildinni - Bankinn heldur áfram stuðningi við íþróttafélög um land allt - Landsbankinn (NBI hf.) verður ekki bakhjarl efstu deilda karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2009 og hefur afsalað sér markaðs- og nafnarétti á Landsbankadeildinni. Bankastjórn Landsbankans telur ekki rétt að verja háum upphæðum í kaup á markaðsrétti að deildunum með tilheyrandi markaðsherferð. Landsbankinn mun eftir sem áður styðja íslenskt íþróttalíf með því að endurnýja samstarfssamninga við fjölmörg íþróttafélög um land allt. KSÍ hefur undanfarin ár framselt útsendingar- og markaðsrétt vegna íslenskrar knattspyrnu til þýska fyrirtækisins Sportfive. Þýska fyrirtækið hefur síðan endurselt bankanum markaðsrétt á efstu deildum karla og kvenna. Landsbankinn mun kappkosta að styðja íslenskt íþróttalíf og við núverandi aðstæður verður það best gert í gegnum útibúin með beinum samstarfssamningum við íþróttafélög hringinn í kringum landið. Bankinn hefur undanfarið endurnýjað samninga við flest þau íþróttafélög þar sem bankinn hefur verið leiðandi bakhjarl á síðustu árum. Í slíku samstarfi leggur bankinn mikla áherslu á að styðja barna- og unglingastarf. Samningarnir taka mið af breyttum aðstæðum. Undantekningalítið nýtast styrkirnir til að standa straum af þjálfun iðkenda á öllum aldri."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira