Skuldir og framtíðin 24. ágúst 2009 06:00 Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar