Bjarki: Það er ekki langt í að ég gangi af göflunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2009 00:01 Bjarki Sigurðsson. Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sjá meira
Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sjá meira