Haukar hituðu upp með „Bad Boys" myndbandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. apríl 2009 14:15 Frey Brynjarssyni er margt til lista lagt. Mynd/Anton Það vakti nokkra athygli þegar Rúnar Kárason, leikmaður Fram, líkti Haukaliðinu við „Bad Boys" lið Detroit Pistons. Það lið skartaði mörgum snillingum sem flestir áttu það sameiginlegt að vera harðir í horn að taka. Freyr Brynjarsson Haukamaður er einn af þessum Haukamönnum sem er vanur því að taka hraustlega á andstæðingum sínum. Hann segir Haukana alls ekki hafa verið móðgaða yfir þessum ummælum. „Alls ekki. Okkur líkaði það meira að segja bara nokkuð vel. Við erum alls ekki gróft lið en við tökum alltaf vel á andstæðingnum," sagði Freyr sem greip ummælin á lofti og hefur farið með það alla leið. „Ég bý stundum til myndbönd fyrir leiki og gerði það núna. Bjó til eitt „Bad Boys" myndband með klippum af Pistons-gaurunum og með „Bad Boys" laginu undir. Það sló í gegn hjá strákunum," sagði Freyr en Haukar munu einnig spila „Bad Boys" lagið í kvöld þegar þeir hita upp. Margir spá því að það muni sjóða upp úr í kvöld enda hefur verið mikill hiti í fyrri viðureignum liðanna. „Það getur vel verið að það sjóði upp úr. Frömurum finnst ekki gaman að láta lemja sig. Við vitum að það pirrar þá. Annars eru Anton og Hlynur að dæma og þeir ættu að ná að halda þessu niðri," sagði Freyr sem bíður spenntur eftir leiknum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu á Rúv. Olís-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Það vakti nokkra athygli þegar Rúnar Kárason, leikmaður Fram, líkti Haukaliðinu við „Bad Boys" lið Detroit Pistons. Það lið skartaði mörgum snillingum sem flestir áttu það sameiginlegt að vera harðir í horn að taka. Freyr Brynjarsson Haukamaður er einn af þessum Haukamönnum sem er vanur því að taka hraustlega á andstæðingum sínum. Hann segir Haukana alls ekki hafa verið móðgaða yfir þessum ummælum. „Alls ekki. Okkur líkaði það meira að segja bara nokkuð vel. Við erum alls ekki gróft lið en við tökum alltaf vel á andstæðingnum," sagði Freyr sem greip ummælin á lofti og hefur farið með það alla leið. „Ég bý stundum til myndbönd fyrir leiki og gerði það núna. Bjó til eitt „Bad Boys" myndband með klippum af Pistons-gaurunum og með „Bad Boys" laginu undir. Það sló í gegn hjá strákunum," sagði Freyr en Haukar munu einnig spila „Bad Boys" lagið í kvöld þegar þeir hita upp. Margir spá því að það muni sjóða upp úr í kvöld enda hefur verið mikill hiti í fyrri viðureignum liðanna. „Það getur vel verið að það sjóði upp úr. Frömurum finnst ekki gaman að láta lemja sig. Við vitum að það pirrar þá. Annars eru Anton og Hlynur að dæma og þeir ættu að ná að halda þessu niðri," sagði Freyr sem bíður spenntur eftir leiknum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni útsendingu á Rúv.
Olís-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira