Íslenskur bókaútgefandi í hörðu stríði í Danmörku 5. september 2009 08:00 Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson deilir við stærstu keðju bókaverslana í Danmörku. Útgáfa hans, Hr. Ferdinand, fer með útgáfurétt á bókum Dans Brown og deilan snýst um næstu bók hans. Fjallað hefur verið um deilurnar í fjölmiðlum í Danmörku og hefur umfjöllunin verið mjög hliðholl Snæbirni. „Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Þetta varð strax ofboðslegt mál. Hér stoppar ekki síminn,“ segir Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi í Danmörku. Snæbjörn rekur bókaforlagið Hr. Ferdinand og stendur nú í deilum við risann Indeks Retail um sölu á nýjustu bók Dans Brown. Danskir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af fréttum af málinu í vikunni. „Þetta hefur verið á forsíðum blaðanna og í útvarpi og sjónvarpi. Nú síðast í gærmorgun (fimmtudag) var leiðari í menningarblaði Information þar sem sagt var að þeir væru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Deilan snýst um tæknilegt atriði í viðskiptum bókaútgefenda og bóksala, hvort bækur skuli seldar á föstu verði eða verðið sé gefið frjálst. Snæbjörn segir að alla jafnan sé verðið gefið frjálst en bóksalar vilji hafa fast verð svo þeir lendi ekki í verðstríði við stórmarkaði. Indeks Retail, sem rekur 180 bókabúðir í Danmörku – þekktustu búðirnar eru Bog Idé, krafðist þess að næsta bók Dans Brown yrði á föstu verði ellegar yrðu allar bækur á vegum Hr. Ferdinands teknar úr sölu í verslunum þess. Keðjan hefur nú staðið við þá hótun. „Þetta er algjörlega stál í stál en á endanum neyðast þeir til að láta undan. Það eru 110 þúsund eintök seld fyrirfram af bók Dans Brown og fólk kemur ekkert aftur inn í umræddar bókabúðir ef það fær ekki bók sem þessa þar. Þeir eru að grafa sína eigin gröf,“ segir Snæbjörn. Búist er við því að bókin muni seljast í hundruðum þúsunda eintaka í Danmörku. Snæbjörn segir að umfjöllun fjölmiðla hafi verið Hr. Ferdinand í hag. Indeks Retail hefur markaðsráðandi stöðu í Danmörku og þar sem Danir láta sig neytendamál miklu varða hefur þetta vakið óhemju athygli. „Við höfum fengið alla samúð. Það hafa öll blöðin verið með okkur enda er ekki annað hægt, þetta er svo absúrd mál. Svo eru meira að segja samkeppnisyfirvöld komin í málið og það er einhver stærsta grýla sem hægt er að senda á nokkurn í Danmörku.“ Bók Dans Brown heitir The Lost Symbol, Det forsvundne tegn upp á dönsku, og kemur út í nóvember. Snæbjörn er spurður hvort þetta havarí sé í raun ekki besta auglýsing sem bókin gat fengið. „Ég get ekki kvartað en mér leiðist að standa í þessu bölvaða veseni.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira