Grátlegt tap gegn Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 15:21 Stelpurnar okkar stóðu sig vel. Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira
Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Sjá meira