Umfjöllun: Öruggt hjá landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2009 21:11 Bjarni Fritzson í leiknum í kvöld. Mynd/Daníel Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á svokölluðu pressuliði í æfingaleik sem fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld, 38-25. Staðan í hálfleik var 19-14 fyrir landsliðið. Landsliðið byrjaði leikinn mikið betur og virtist ætla að keyra yfir Pressuliðið í upphafi. Pressuliðið rankaði smám saman við sér og eftir að hafa hrist af sér mesta skrekkinn byrjuðu þeir að láta til sín taka. Munurinn aðeins fimm mörk í hálfleik. Hreiðar Guðmundsson kom í mark landsliðsins í síðari hálfleik og skellti í lás. Landsliðið skoraði í kjölfarið sex mörk í röð, öll úr hraðaupphlaupum, og ballið búið. Landsliðið skoraði í heildina úr 18 hraðaupphlaupum. Hjá Pressuliðinu vakti Selfyssingurinn ungi, Ragnar Þór Jóhannsson, verðskuldaða athygli. Var áræðinn í aðgerðum sínum og kom eflaust öllum sem á horfðu á óvart. Haraldur Þorvarðarson var svo öflugur á línunni. Varnarleikur liðsins var aftur á móti hreinasta hörmung og markvarslan nákvæmlega engin. Hjá landsliðinu var Þórir Ólafsson í klassaformi og skoraði flott mörk. Gaman var að sjá Ólaf, Snorra og Arnór aftur með liðinu og vonandi koma fleiri til baka á næstunni. Landsliðið-Pressuliðið 38-25 (19-14) Mörk landsliðsins: Þórir Ólafsson 8 (9), Arnór Atlason 4 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (6), Vignir Svavarsson 3 (4), Alexander Petersson 3 (4), Ólafur Guðmundsson 3 (3), Bjarni Fritzson 2/1 (3/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (4/2), Ólafur Stefánsson 2 (3), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (5), Heiðmar Felixson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson (1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 10 (21/2) 45%, Björgvin Gústavsson 6 (20/2) 30%. Hraðaupphlaup: 18 (Vignir 3, Þórir 3, Guðjón 2, Alexander 2, Sturla 2, Arnór 2, Ólafur, Ingimundur, Snorri, Aron). Fiskuð víti: 2 (Ólafur, Snorri). Utan vallar: 4 mín. Mörk Pressunnar: Arnór Þór Gunnarsson 6/4 (8/4), Haraldur Þorvarðarson 5 (7), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (7), Oddur Grétarsson 3 (5), Ragnar Þór Jóhannsson 3 (7), Valdimar Þórsson 2 (7), Freyr Brynjarsson 1 (1), Fannar Friðgeirsson 1 (4), Ólafur Gústafsson 1 (6). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 4 (23/1) 17%, Pálmar Pétursson 3 (22/1) 13%. Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 2, Freyr, Ragnar, Haraldur, Arnór, Ólafur). Fiskuð víti: 4 (Orri, Haraldur, Fannar, Ragnar Hjalt.) Íslenski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á svokölluðu pressuliði í æfingaleik sem fór fram í Laugardalshöllinni í kvöld, 38-25. Staðan í hálfleik var 19-14 fyrir landsliðið. Landsliðið byrjaði leikinn mikið betur og virtist ætla að keyra yfir Pressuliðið í upphafi. Pressuliðið rankaði smám saman við sér og eftir að hafa hrist af sér mesta skrekkinn byrjuðu þeir að láta til sín taka. Munurinn aðeins fimm mörk í hálfleik. Hreiðar Guðmundsson kom í mark landsliðsins í síðari hálfleik og skellti í lás. Landsliðið skoraði í kjölfarið sex mörk í röð, öll úr hraðaupphlaupum, og ballið búið. Landsliðið skoraði í heildina úr 18 hraðaupphlaupum. Hjá Pressuliðinu vakti Selfyssingurinn ungi, Ragnar Þór Jóhannsson, verðskuldaða athygli. Var áræðinn í aðgerðum sínum og kom eflaust öllum sem á horfðu á óvart. Haraldur Þorvarðarson var svo öflugur á línunni. Varnarleikur liðsins var aftur á móti hreinasta hörmung og markvarslan nákvæmlega engin. Hjá landsliðinu var Þórir Ólafsson í klassaformi og skoraði flott mörk. Gaman var að sjá Ólaf, Snorra og Arnór aftur með liðinu og vonandi koma fleiri til baka á næstunni. Landsliðið-Pressuliðið 38-25 (19-14) Mörk landsliðsins: Þórir Ólafsson 8 (9), Arnór Atlason 4 (8), Guðjón Valur Sigurðsson 4 (6), Vignir Svavarsson 3 (4), Alexander Petersson 3 (4), Ólafur Guðmundsson 3 (3), Bjarni Fritzson 2/1 (3/1), Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (4/2), Ólafur Stefánsson 2 (3), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Aron Pálmarsson 2 (5), Heiðmar Felixson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (1), Sigurbergur Sveinsson (1). Varin skot: Hreiðar Levý Guðmundsson 10 (21/2) 45%, Björgvin Gústavsson 6 (20/2) 30%. Hraðaupphlaup: 18 (Vignir 3, Þórir 3, Guðjón 2, Alexander 2, Sturla 2, Arnór 2, Ólafur, Ingimundur, Snorri, Aron). Fiskuð víti: 2 (Ólafur, Snorri). Utan vallar: 4 mín. Mörk Pressunnar: Arnór Þór Gunnarsson 6/4 (8/4), Haraldur Þorvarðarson 5 (7), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (7), Oddur Grétarsson 3 (5), Ragnar Þór Jóhannsson 3 (7), Valdimar Þórsson 2 (7), Freyr Brynjarsson 1 (1), Fannar Friðgeirsson 1 (4), Ólafur Gústafsson 1 (6). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 4 (23/1) 17%, Pálmar Pétursson 3 (22/1) 13%. Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 2, Freyr, Ragnar, Haraldur, Arnór, Ólafur). Fiskuð víti: 4 (Orri, Haraldur, Fannar, Ragnar Hjalt.)
Íslenski handboltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita