Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt 3. október 2009 07:18 Tiimo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir óhapp á Suzuka brautinni í nótt. mynd: Getty Images Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira